Trump-Ísland

Af íslenskum fjölmiðlum að dæma eru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum innanríkismál á Íslandi. Ekki það að fjölmiðlar víða um heim fylgist ekki náið með talningu atkvæða en hér á Fróni er borið í bakkafullan lækninn.

Trump er helsta skýringin á elsku íslenskra fjölmiðla á bandarískum stjórnmálum. Allur þorri fjölmiðlanna hér heima telur sitjandi forseta rót alls ills í heiminum og taka þar með sömu afstöðu og frjálslyndir fjölmiðlar í Bandaríkjunum sjálfum.

Nú er það ekki svo að pólitísk álitamál á Íslandi séu þau sömu og Bandaríkjunum. Landið í vestri er heimsveldi, Ísland er örríki.

Möguleg skýring á fyrirferð Trump í íslenskri umræðu er að pólitíska kerfið á Ísland er enn í leit að jafnvægi eftir hrunið þegar glókollur sigraði 2016. Einhverjir óttuðust að Trump-pólitík héldi innreið sína í örríkið.

En aldrei var hætta á því. Trump-Ísland er ímyndun vinstrimanna og fjölmiðla.

 


mbl.is Hvar stöndum við núna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna er líka lærdómur

Íslensk ungmenni vinna löngum með námi, bæði á sumrin og yfir skólaveturinn. Á vinnumarkaði lærir ungt fólk hvernig kaupin gerast á eyrinni og fær veganesti er kemur til góða að skólagöngu lokinni.

Hliðaráhrif af vinnu með skólagöngu er að námstími íslenskra ungmenna er heldur lengri en það sem tíðkast í nágrannaríkjum.

Á hinn bóginn er algengara í útlöndum en hér heima að námsmenn útskrifist beint á atvinnuleysisskrá.


mbl.is 72% segjast verða að vinna með námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband