Getnaðarlimur, 18 ára og yngri

Ekki skal umskera getnaðarlimi 18 ára og yngri, það er okkar sannfæring.

Þannig hljómar leiðari Jótlandspóstsins í Danaveldi. Forhúð getnaðarlims, hvort skorin skuli og þá hvenær, er sem sagt opinbert umræðuefni í gamla ríki Kristjána og Friðrika.

Í gömlu hjálendunni spyrja menn sig hvernig í veröldinni kom til þess að limlestingar sveinbarna urðu bráðnauðsynlegt og stórpólitískt deiluefni hjá fyrrum herraþjóð. 


Framhaldsskólar og fínstilling veiruvarna

Kínaveiran gerir síst skaða meðal ungs fólks. En unga fólkið, ásamt öldruðum, eru aldurshóparnir sem sem vera fyrir mestum skakkaföllum vegna sóttvarna.

Líf og starf ungmenna á aldrinum 16-24 ára hverfist um skólanám. Í skólann sækja þau menntun og félagsskap jafnaldra. Að sýna sig og sjá aðra er unglingum mikilvægari en ráðsettum. Þroski er að stórum hluta félagsleg samskipti.

Gera má ráð fyrir því að heimili unglinga séu undir hvað mestu álagi allra fjölskyldna landsins.

Á hinn bóginn er það svo að komi upp veirusmit í framhalds- eða háskóla breiðist það út eins og eldur í sinu.

Það er flókið mál að fínstilla veiruvarnir þannig þær þjóni tilgangi sínum, að vernda meira en þær skaða. Það sést best á stöðu þeirra sem landið erfa.


mbl.is Undanþágubeiðni FG hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband