Sviti eða svindl hjá Trump og Biden?

0,3 prósent atkvæða skilja að Trump og Biden í tveim ríkjum, í öðrum þremur er munurinn undir eða um eitt prósent. Niðurstaða forsetakosninga Bandaríkjanna veltur á ,,réttri" talningu í þessum ríkjum.

Á blaðamannafundi í gær kynntu lögmenn Trump gögn um meint svindl Demókrataflokksins. Helsti fréttapunktur helstu fjölmiðla var sviti sem rann af aðallögmanni Trump-liðsins.

Samkvæmt sömu fjölmiðlum átti Biden að sigra Trump með 8-11% mun í kosningunum 3. nóvember. Þar með skyldi martröðinni frá 2016 ljúka.

Sveitt.


mbl.is Málsókn eftir málsókn hefur engu áorkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Samkvæmt íslenskum fjölmiðlum og hinum fræga alamannarómi er Trump í sama áliti og hjá þeim sem láta eins og þeir eigi heiminn. Þeim hefur orðið vel ágengt að ná heimsnarkmiðum sínum - Global Agenda. Fyrstu merki um komandi einræði er þegar grínistar þora ekki að gera grín - nema staðlað eins og þegar matvara er merkt, með engum hættulegum innihaldsefnum. Fólk mun rísa seinna gegn öllum tilraunum manna með agenda til að svipta því frelsi, þó ekki fyrr en afleiðingarnar snerta alla persónulega. Þá verður Trump kosinn áhrifamesti pönkari allra tíma. 

World Economic Forum.

global agenda

 

Benedikt Halldórsson, 20.11.2020 kl. 08:38

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það truflar ekki samvisku fólks með Agenda að svindla, ljúga og hafa rangt við í kosningum, markmiðið er svo göfugt. Tilgangurinn helgar meðalið. Snjallkratar eru smátt og smátt að tapa trúverðuleika. 

Benedikt Halldórsson, 20.11.2020 kl. 08:53

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Helsti gallinn við málflutningin hjá Trump er að þegar hann vann fyrir fjórum árum þá var nákvæmlega sama kosningafyrirkomulagið og það trúir því varla nokkur að flokkur Trumps frekar en Bidens sé yfir það hafin að nýta sér glufur í kosningakerfinu. Þannig að það munu örugglega líka finnast vafasöm atkvæði sem féllu Trump megin  en kosningar verða aldrei fullkomnar og meðan fólk er ekki látið auðkenna sig með öruggari hætti í USA þá verða alltaf mikið um vafaatkvæði.

Grímur Kjartansson, 20.11.2020 kl. 09:42

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Að svindla í kosningum er mildasta útgáfa af byltingu en það hefur lengi verið sport meðal róttækra demókrata að "svindla" fyrir málstaðinn. Vegna veirunnar tókst þeim að setja met svindli með póstkosningum? Það fást engar áreiðanlegar fréttir lengur, en svik komast upp um síðir.

En HÉR er listi yfir fyrri svindl sem komust upp. Svindlararnir voru oftast demókratar.

Benedikt Halldórsson, 20.11.2020 kl. 10:14

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Étið hef­ur verið eft­ir í fjöl­miðlum sem hafa hat­ast við Trump frá fyrsta degi að "eng­ar sannanir" séu um kosn­inga­svik. Það eru skrítn­ar staðhæf­ing­ar. Ásak­an­ir fjölda vitna liggja sannar­lega fyr­ir og eru studd­ar eiðsvörn­um yf­ir­lýs­ing­um þeirra og geta varðað fang­elsi ef rang­ar reyn­ast." 

Úr leiðara MBL

Benedikt Halldórsson, 20.11.2020 kl. 10:40

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Palli minn, nei lögfræðingarnir *kynntu* engin gögn. Þeir sögðu frá meintum gögnum. Trú þín og Davíðs á þetta fólk er mikil fyrst þið haldið að eitthvað bitastætt muni koma frá þeim, nú eru liðnar rúmar tvær vikur frá kosningunum og enn er þetta ekkert nema vindhögg og blaður, svo vandræðalegt að sumir liðsmenn hafa flúið lögrfræðiteymi Trump. 

Skeggi Skaftason, 20.11.2020 kl. 12:54

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fjölmiðlar hafa meiri áhuga á svita á brá Gulianis en þeim boðskap sem hann hefur að færa og tekur mbl undir með "stóru" fjölmiðlunum í Bandaríkjunum sem þó eru að missa verulegt áhorf vegna lélegs fréttaflutnings.

Málið er að þeir skelfast og hræðast ef og þegar niðurstaðan verður sú að Trump muni sitja áfram í Hvítahúsinu. Þegar það gerist eru þessir fjölmiðlar búnir að vera, trúverðugleiki þeirra eru rústir einar.

mbl ætti að leita fréttaefnis annarsstaðar en hjá CNN, MSNBC, ABC, CBS og þeirra sem eru á sama kalíber og þessar stöðvar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2020 kl. 15:18

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þegar helsti "hatari" Demókrata á Fox-news, sjálfur Tucker Carson er farinn að sjá í gegnum þunnan vef Trump og slektis hans, þá er nú farið að fjúka í skjólin flest.

Sjá hér: https://bit.ly/35PBmLO

Auðvitað er hægt að tuða og nöldra, koma með allar samsæriskenningar heimsins, þá aðeins til að reyna, já reyna draga úr trúverðugleika fjarri því fullkomnum Biden.

Árangurinn væri þá mögulega til þess að þessir tveir frambjóðendur GOP í Georgíu hlytu skaða af og töpuðum sætum sínum.

Það væri auðvitað enn þá betra.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.11.2020 kl. 22:49

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigfús, eina sem Sidney Powell gerði var að benda Tucker á þau gögn sem þegar hefðu verið lögð fram, undirritaða vitnisburði eða a.m.k. einn og ýmislegt fleira.

Svona mál verður hvorki háð né unnið í fjölmiðlum, allra síst fjölmiðlum sem eru fjandsamlegir málshöfðandanum.

Önnur ástæða fyrir því að teymið hefur ekki látið vitni eða nöfn koma fram opinberlega, er að vinir þínir Demókratarnir hafa sent þeim morðhótanir.

Mál eins og þetta tekur tíma, það eru bara nokkrar vikur liðnar frá kosningunum. Gefum þeim a.m.k. þrjú ár eins lengi og Rússagrýlusirkusinn stóð.

Aldrei var kvartað undan skorti á sönnunargögnum þegar það mál hertók forsíður MBL og fleiri lamestream media vefsíðna.

Theódór Norðkvist, 21.11.2020 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband