Menntun til góðs eða ills?

Samfélagsólga vestrænna ríkja síðustu ára er rekin til offramboðs af menntuðu fólki sem fær ekki störf við hæfi, segir i frétt Economist.

Annað slagið kemur fram það sjónarmið hér á landi að fólk fái ekki störf er hæfa menntun sinni. Jafnvel örlar á þeirri hugsun að þar sem ríkisvaldið bjóði ungu fólki menntun, og hvetji til hennar, sé ríkið að einhverju marki skuldbundið til að skaffa störf við hæfi að lokinni útskrift.

Fram að háskólanámi þjónar menntakerfið þrennum tilgangi. Í fyrsta lagi að veita einstaklingum tækifæri til þroska, í öðru lagi félagsskap jafnaldra og í þriðja lagi útvega vinnumarkaðnum starfsfólk. Allt eru þetta verðug markmið.

Þegar komið er að háskóla ætti ríkið að láta af öllum tilburðum til að stýra hvort fólk sæki þangað og í hvaða nám. Hvorki ríkið né nokkur annar veit hvernig starfskrafta atvinnulífið þarf eftir áratug eða tvo.

Háskólanám á að vera tilboð til ungs fólks að læra það sem hugurinn stendur til, algjörlega á eigin ábyrgð. Þá verður menntun til góðs en ekki ills. 


mbl.is Ný menntastefna til ársins 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með loftslagið, Vinstri-græn?

Eitt prósent fólks veldur helmingnum af útblæstri allra heimsins þotuhreyfla farþegaflugvéla, segir ný rannsókn. Vinstri grænir, Gréta Thunberg og sálufélagar segja jörðina óðum að verða óbyggilega vegna útblásturs jarðefnaeldsneytis. 

Kínaveiran snarfækkar farþegaflugum og flugfélög ramba á barmi gjaldþrots. Skyldi ætla að Vinstri grænir og loftslagsglópar myndu fagna veirubjörgun loftslagsins og viðhalda samdrætti útblásturs.

En, nei, það á að liðka fyrir auknum útblæstri, afnema höft og hindranir.

Er ekkert að marka loftslagsvá Vinstri grænna?


mbl.is Sýnataka á landamærum verður gjaldfrjáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran skaðar dómgreindina mest

Kínaveiran sýnir sig hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, langt umfram þau sem heilbrigðisvandi vegna COVID-19 gefur tilefni til. Efnahagslegar afleiðingar eru alþjóð þegar kunnar. En veiran og vörnin gegn henni ristir dýpra.

Gulli utanríkis segir að í skjóli farsóttar sé alþjóðlegt samsæri gegn fjölmiðlum annars vegar og hins vegar trúfrelsi.

Illt að heyra. Kínaveiran er sem sagt búin að leysa af hólmi loftslagsvá sem mesta ógn mannkyns.

Í gamla daga var þetta einfaldara. Reiði guðs útskýrði bæði Tyrkjaránið og móðuharðindin. Núna er það ýmist manngert veður eða manngerð veira. Þegar alþjóð velur sér jafn ómerkilega óvini er er skammt í raðbilun dómgreindarinnar.


mbl.is Nota faraldur til að koma höggi á fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband