Jadin, Gauti og Sigríður

Ung belgísk kona, Allysson Jadin, framdi sjálfsmorð vegna sóttvarna er leiddu til þess að hárgreiðslustofna hennar stefndi í gjaldþrot. Hér heima teflir Gauti Kristmannsson prófessor fram þeirri staðreynd að aldraður faðir hans lést úr COVID 19 á Landakoti vegna ónógra sóttvarna. 

Gauti segir málflutning Sigríðar Andersen og fleiri, sem telja sóttvarnir vinna meira tjón en gagn, fyrirlitlegan.

Hvort á að lita á sóttvarnir með afdrif Jadin í huga eða með augum Gauta?

Ekkert einhlítt svar er til. Samt krefst spurningin svara.

Ríkisvaldið ber ábyrgð á samfélagslegum sóttvörum. Án viðurkennds yfirvalds væri engum sameiginlegum sóttvörnum til að dreifa, aðeins persónulegum. Hlutverk ríkisvaldsins er að sjá til þess að samskipti okkar gangi sæmilega snurðulaust fyrir sig. Til þess höfum við margvísleg lög og stofnanir. Fyrir þessa þjónustu borgum við skatt.

Þegar farsótt ber að garði er það í höndum ríkisvaldsins að meta hættuna annars vegar og hins vegar grípa til hæfilegra ráðstafana.

Fyrirfram vissi enginn hve skaðleg Kínaveiran yrði. Ekki heldur var vitað hve faraldurinn stæði lengi. Stjórnvöld, bæði hér heima og erlendis, urðu að þreifa sig áfram, taka ákvarðanir 10-15 daga fresti um aðgerðir. Eins og gengur fannst sumum full harkalega gengið fram en öðrum að ekki væri nóg að gert.

Þegar ríkisvaldið, þríeykið hjá okkur, tók sínar ákvarðanir var ekki miðað við hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir Pétur eða Pál, tilgreinda einstaklinga, heldur almannahagsmuni.

Við sem einstaklingar urðum á hinn bóginn að lifa við aðgerðir yfirvalda. Við getum unað þeim eða andmælt. En helst þurfum  við að hlýða.

Aftur að Jadin og föður Gauta. Að deyja vegna sjálfsvígs eða sjúkdóms er tvennt ólíkt. Í fyrra tilvikinu tekur einstaklingur ákvörðun um að farga eigin lífi. Í því seinna er ákvörðunin ekki í höndum þess er gefur upp öndina.

Ríkisvaldið ákveður ekki hvort við lifum eða deyjum. Við sjálf og aðstæður, sem oft eru handan mannlegrar getu að ráða við, skiptum þar máli.

Á heildina litið hefur íslenskum yfirvöldum tekist framar vonum að bregðast við Kínaveirunni. Það þýðir ekki að við ættum að hætta að ræða hvort nóg hafi verið gert eða fullmikið. Við eigum ríkisvaldið saman og búum sem betur fer í samfélagi þar sem orðið er frjálst.   

 


mbl.is Sorg meðal íbúa Liege
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband