Fjölmiðlar ákveða forseta

,,Nú hafa frétta­veit­ur lýst því yfir að Joe Biden muni standa uppi sem sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna."

Sniðugt að fjölmiðlar ákveði hver skuli vera forseti Bandaríkjanna.

Eigum við ekki að láta íslenska fjölmiðla ákveða næstu ríkisstjórn hér á Fróni?

Sparar helling og fólk veit hvort eð er ekki hvað því er fyrir bestu. Fjölmiðlar, aftur á móti, bera viskuna í þverpokum og kunna skil á góðu og illu, réttu og röngu. Voldugt bandarískt tímarit kaus árið 1936 mann ársins sérstakan fulltrúa góðmennskunnar í heiminum. 


mbl.is Hvað gerist næst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundaflautupólitík, Heiða Björg og Helga Vala

,,Heiða segir ekki gott að hafa athyglissjúkan varaformann," sagði í fyrirsögn á vinstriútgáfunni Mannlíf þegar flokksmenn Samfylkingar gerðu upp hug sinn til framboðs Helgu Völu gegn Heiðu Björgu í stól varaformanns.

Hundaflautupólitík er það kallað þegar skilaboð eru send, nú oftast á samfélagsmiðlum, sem vekja hugrenningatengsl milli stjórnmálamanns og miður geðþekkra eiginleika. Hundaflautupólitík er fínstillt Gróa á Leiti. Skilaboð sem ekki er hægt að svara án þess að játa á sig sök.

Athyglissýki er lifibrauð stjórnmálamanna. Önnur sýki er það ekki - eða ætti ekki að vera það.


mbl.is „Bjartir tímar fram undan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-lýðræði og Biden-lýðræði

Evrópusambandið endurtekur kosningar ef ekki fæst ,,rétt" niðurstaða í þeim fyrstu. Þetta er alkunn staðreynd, sem Írland fékk að kenna á. Bandaríska útgáfan af ESB-lýðræði hljóðar upp á að búa til atkvæði, þ.e. kosningasvindl, til að fá ,,rétta" niðurstöðu.

Joe Biden forsetaefni Demókrata gortaði sig af því fyrir kosningar að flokkur sinn ætti harðsnúnasta skipulagið til að falsa atkvæði í sögu Bandaríkjanna.

Lýðræðisútgáfur ESB og Biden eiga það sammerkt að sjálfskipaðir valdahópar telja lýðinn ekki eiga að skipta sér af hverjir stjórna.

Að kenna útgáfur ESB og Biden við lýðræði er að segja að svart sé hvítt.

 

 


mbl.is „Ætlum að vinna þennan slag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband