Googlemarxismi

Tölvukeyrt algrím veit hver við erum sem neytendur og þátttakendur í stafrænu samfélagi. Stafræna sporið sem hvert og eitt okkar skilur eftir sig á alnetinu gerir stóra bróður auðvelt með að flokka og skilgreina einstaklinga út í hörgul.

Á 19. öld sá Karl Marx fyrir sér samfélag þar sem fólk ynni eftir getu og fengi laun eftir þörfum. Á stafrænni öld alnetsins er tæknilegur möguleiki að hrinda hugsjón Marx í framkvæmd.

Nú þegar er komin fram pólitík sem réttlætir Googlemarxisma. Formaður BSRB: ,,Ég hafna því alfarið að við ættum að lifa eftir þeirri hugmyndafræði að hver sé sinnar gæfu smiður."

Hugmyndin að fólk ráði sinni vegferð í lífinu og beri ábyrgð á afleiðingum athafna sinna (nú, eða athafnaleysi) er snar þáttur í einstaklingsfrelsi, eins og hefð er að skilja það.  

Googlemarxismi reiknar út hvað við getum, skilgreinir þarfir okkar og býr til sniðmát fyrir líf okkar. Lífið verður einfalt, skipulagt, fátækt af merkingu, án áhættu, gleðisnautt og leiðinlega langt. 


Samfylking í skugga Trump - og Framsóknar

Samfylkingarfélagar höfðu meiri áhuga á falli Trump i Bandaríkjunum en landsfundi flokksins um helgina. Logi formaður reyndi að gera flokkinn áhugaverðan með samanburði við Framsókn, sem er 7 prósent flokkur. 

Helstu tíðindi landsfundarins eru að Heiða Björg felldi Helgu Völu í formannskjöri með þeim rökum að vera ekki athyglissjúk.

Þá gerði Logi formaður láta Íslendinga að sérstöku áhersluatriði. Þar reyndi Logi að lesa Samfylkinguna inn í kjör Biden í Bandaríkjunum sem sigraði með dauðum atkvæðum. Bókstaflega.


mbl.is „Viljum bara það sem virkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband