Þorgerður Katrín enn á golfvellinum - núna í Póllandi

Formaður Viðreisnar lætur ógert það sem ber að gera, borga skuldir sínar; gerir það sem á ekki að gera, spila golf í blóra við sóttvarnarreglur, og blanda því saman sem er aðskilið, íslenskum málefnum og pólskum.

Hvort pólsk yfirvöld hafa þessa eða hina regluna um fóstureyðingar er ekki íslenskt málefni. Íslenskir þingmenn eiga ekkert tilkall til að skipta sér af pólskum, grænlenskum eða norskum innanríkismálum.

Hvernig væri nú að Þorgerður Katrín gerði það sem hún á að gera, léti ógert það sem ekki ber að gera og kveikti á þeirri staðreynd að hún er umboðslaus í innanríkismálum erlendra ríkja.


mbl.is Sakaði Þorgerði Katrínu um „þvætting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump lifir - og það er frétt

Fyrirsögnin ,,Trump kemur aftur opinberlega fram" gefur til kynna að ár og dagar séu síðan forsetinn var með lífsmarki. En það er sem sagt vika.

Í millitíðinni jörðuðu fjölmiðlar Trump og köstuðu minningunni um hann út í ystu myrkur. Hljómar eins og fjölmiðlar séu fórnarlömb eigin skáldskapar.

Hvernig sem kosningarnar fara þá er Trump forseti til 20. janúar 2021. Og það er ekki frétt, - heldur staðreynd.


mbl.is Trump kemur aftur opinberlega fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband