Einkavæðingarstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Þingflokksformaður Pírata óskar sér ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn. Þorgerður Katrín formaður formaður Viðreisnar slær tóninn: einkavæðum heilbrigðiskerfið.

Í kjölfarið kæmu lög um innflutning á pólskum konum í einkavæddar íslenskar fóstureyðingar.

Til að bæta mannlífið yrðu dyrnar opnar á gátt fyrir hælisleitendur.

Innganga í Evrópusambandið yrði sett á dagskrá til að leysa öll önnur vandamál.

Skemmtilegt yrði að greina skammhlaupið í þjóðarsálinni sem leiddi þríflokkinn til valda.


mbl.is Kallar eftir aukinni aðkomu einkageirans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpir, skúrkar og hetjur í lýðræði

Lýðræðislegur dómstóll dæmdi Sókrates til dauða 399 f. Kr.; lýðræði fleytti Hitler til valda 1933; innrásin í Írak 2003 var í nafni lýðræðis.

Lýðræði er engu að síður skásta hugmyndin að stjórnarfyrirkomulagi sem maðurinn hefur látið sér detta í hug. 

Undanfari glæpa lýðræðis er yfirleitt lausung og lygi. Töpuð stríð valda lausung. Dómsmorðið á Sókratesi var framið af Aþeningum rétt eftir tapið gegn Spörtu í Pelópsskagastríðinu; uppgjöf Þjóðverja í fyrra stríði leiddi til Hitler til valda. Sigur í stríði er líka viðsjárverður lýðræðinu. Vesturlönd voru nýbúin að fá sigur í kalda stríðinu þegar þau lögðu upp í hernað í Írak og víðar í miðausturlöndum.

Lausung og lygi tröllríða stjórnmálum vestrænna ríkja um þessar mundir. Bandarísku forsetakosningarnar eru yngsta dæmið. Ekki er hægt að kenna um stríðsátökum í hefðbundnum skilningi.

Stríðið sem skýrir viðsjár samtímans er kennt við menningu. Yfirstandandi menningarstríð snýst um sjálfsmynd hins vestræna manns, hvort hann sé skúrkur eða hetja.

Skúrkaímyndin sem hefur vinninginn sem stendur. Verði það endanleg úrslit hrynur vestræn menning. Það yrði stærsti glæpur lýðræðisins. Jafnframt sá síðasti.

 


mbl.is Obama segir lýðræði eiga undir högg að sækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband