Farsótt, dauði og kreppa

Samfélög eru í spennitreyju vegna Kínaveirunnar. Í einn stað vofir yfir ótímabær dauði tiltölulega fárra, langvinn veikindi nokkru fleiri og álag á heilbrigðiskerfi sem fær þau til að kikna, sum hver. Í annan stað efnahagskreppa sem hlýst af víðtækum lokunum samfélaga.

Allur þorri ríkja á vesturlöndum, ef ekki öll, fara þá leið að bæla veiruna með takmörkunum/lokunum á samfélagslegri starfsemi.

Skýringin er sú að skyldur ríkisvaldsins við líf og heilsu borgaranna gengur framar ræktarsemi við félags- og efnahagskerfið.

Andstæðingar þessarar nálgunar vekja athygli á félagslegum og efnahagslegum kostnaði sóttvarna. En þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að sá kostnaður sé meiri en líf og heilsa þeirra tiltölulega fáu, sem fyrirsjáanlega ættu um sárt að binda við vægar eða engar sóttvarnir.

Veikindi og dauði koma fyrr fram en félagslegar og efnahagslegar afleiðingar sóttvarna. Þar liggur hundurinn grafinn.


mbl.is Herða takmarkanir víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump - Bill Gates; opið eða lokað samfélag

Blaðamannafundur Trump í garði Hvíta hússins gæti hafa verið svanasöngur forsetatíðar hans. Samkvæmt opinberri talningu liggur forsetinn 0,3 til 0,9 prósent undir Biden í fimm lykilríkjum. Samtals skilja á milli örfáir tugir þúsunda atkvæða.

Blaðamannafundurinn var um málið sem fellir forsetann af stalli, Kínaveiruna. Forsetinn er í sama liði og Bill Gates, æðstipáfi frjálslyndra vinstrimanna: milljarðamæringur, hatar Trump og vill bólusetja heimsbyggðina. Í leiðinni eru Bill Gates og félagar uppspretta endalausra samsæriskenninga um að bóluefnið sé annað og meira en vörn gegn Kínaveiru, heldur aðferð til að gera almenning að þægum þjónum valdsins.

Það sem skilur að Trump annars vegar og hins vegar Gates, Biden forsetaefni og frjálslynda vinstrið er að sitjandi forseti harðneitar að loka samfélaginu. Lokanir eru fyrsti kostur frjálslyndra og vinstrimanna, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Meta-rökin, þau ósögðu, eru að frjálslyndir vinstrimenn séu fasistar í veirugæru. Þeir sjái fyrir sér alheimsvald alþjóðasinna með bóluefni í annarri hendinni en hin höndin er langur armur lögregluríkisins sem sektar, eða fangelsar, þá sem láta sjá sig á almannafæri án leyfis yfirvalda.

Það er flugufótur fyrir samsæriskenningunum. Frjálslyndir vinstrimenn sýna fasíska tilburði með skoðanakúgun rétttrúnaðarins, fórnarlambavæðingu og almennum hálfvitahætti í orðræðu um vald mannsins yfir náttúrunni; með því að trúa Grétu Thunberg og hafna þeim augljósu sannindum að loftslag jarðarinnar breytist eftir lögmálum náttúrunnar sem maðurinn þekkir ekki nema að litlu leyti.

Hálfvitahætti á ekki að svara í sömu mynt, þótt það sé freistandi. Greining, íhugun og andmæli, já. En ekki trúa því að Bill Gates sé dr. Strangelove endurborinn.


mbl.is Sagði tímann leiða úrslitin í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband