Reykjavík gjaldþrota en Dagur Gnarr heimsfrægur

Reykjavík er gjaldþrota og gengur með betlistaf í hendi til ríkissjóðs. Útsvarið er uppurið og skattpíndir borgarbúar ókyrrast.

Dagur borgarstjóri kann ráð til að fela hörmungina heima fyrir. Hann gerist heimsfrægur og þakkar sér fyrir að kveða Kínaveiruna í kútinn á ísa köldu landi.

Eins og forverinn, Jón Gnarr, beitir Dagur aðferðinni að bulla út í eitt í þeirri von að enginn komi auga á eymdina sem blasir við.

Það heitir ,,Dagsverk" að skreyta sig með stolnum fjöðrum.


mbl.is Þakka læknisfræðimenntun Dags fyrir viðbrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

,,Ef konungi eru eignuð verk þau er hann hefur eigi unnið, þá er það háð en eigi lof" sagði Snorri Sturluson og var að tala um sagnfræðilegt gildi lofkvæða. En kannski gildir annað í borgarstjórn nu á dögum.

Hólmgeir Guðmundsson, 23.11.2020 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Reykjavík er gjaldþrota " ?? Annað hvort þekkir höfundur alls ekki hvernig eigi að lesa úr efnahagsreikningum almennt eða vísvitandi sett fram röng fullyrðing.

Ef svo höfundur vill ræða um þá umsókn, sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi til Ríkisins f.h RVK og hinna 68 sveitarfélaganna, þá var óskað eftir 50 milljörðum fyrir ÖLL sveitarfélög á landinu.

Svo gæti höfundur verið sjálfur gjaldþrota með efnivið. Þá er hægt að grípa til við að fara rangt með.

Þekki ekki efnahagsreikning skrifa höfundar....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.11.2020 kl. 12:34

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mörg eru Dagsverkin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.11.2020 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband