Trump-fyndnar vinstriútgáfur

Vinstriútgáfan Guardian kvartar undan því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefji rannsókn á kosningasvindli þótt ,,engar sannanir liggi fyrir."

Þingrannsókn demókrata á afskiptum Pútín Rússlandsforseta af kosningunum 2016 byggði auðvitað traustum sönnunargögnum.

Sér grefur sér gröf þótt grafi.

 

 


mbl.is Trump enn sannfærður um sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdarán fjölmiðla og Biden

Biden forsetaefni tilkynnti á kjördag að öll atkvæði skyldi telja. Fimm dögum síðar taldi Biden óþarfi að telja atkvæðin, hann væri sigurvegari samkvæmt fjölmiðlum.

Líkt og bylting er valdarán lögmætt þá og þvi aðeins að það heppnast. Meginforsenda er að sitjandi valdhafi gefist upp, flýi eða drepist. En Trump gafst ekki upp, flúði ekki og er enn með jarðvist. Þeir sem hafa hagsmuni af því að forsetinn haldi völdum vakna til lífsins.

Á þriðjudegi eftir valdaránshelgina er komin óvissa í stað sigurvissu í herbúðum Biden og fjölmiðla. Það veit ekki á gott að sitjandi forseti nái vopnum sínum.

Næstu sólarhringar skera úr um hvort valdaránið renni út í sandinn. Varaáætlun Biden og demókrata er að fá völdin með lögmætum hætti 20. janúar 2021 þegar öll atkvæði eru talin og vafamál útkljáð fyrir dómstólum. Í því ferli verður misheppnaða valdaránið eins og myllusteinn um háls Biden. Öldungurinn þarf á öllum sínum lyfjum að halda til að bugast ekki. 


mbl.is McConnell á bandi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband