Alþýðuforinginn Trump

Repúblíkanaflokkurinn var fyrir daga Trump pólitískur flokkur forstjóra og atvinnurekenda. Trump 2016 og 2020 breytir flokknum í stjórnmálasamtök alþýðuunnar. Hann skorar stórt meðal ófaglærðra í iðnaðarhéruðum, meðal kjósenda úr röðum þjónustufólks í stórborgum og verkafólks í dreifðum byggðum.

Frjálslyndir fjölmiðlar kynna Trump sem mesta rasista sögunnar, frá Dolla austurríska að telja, en mildingurinn tekur atkvæði rómanskra í tonnavís; þannig sigraði hann í Flórída.

Á talandi stundu eru meiri líkur á að Trump tapi en sigri. Alþýðuforinginn getur gengið hnarreistur frá borði með fallega spúsu klædda í Gucci.


mbl.is Melania Trump kaus í kjól frá Gucci
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegar kosningar í Bandaríkjunum

Um tveir af hverjum þrem kosningabærum Bandaríkjamönnum greiddu atkvæði í gær eða um 67%. Í venjulegu árferði tekur rétt rúmur helmingur þátt í kosningunum.

Enn er óljóst á hvorn veginn kosningarnar fara. Mögulega skera dómstólar úr gildi síðustu atkvæðanna.

Merkileg nótt að baki og spennandi dagar framundan.

 


mbl.is Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband