Hælisleitendur, glæpir og öryggisógn

Frakklandsforseti boðar hertar aðgerðir gegn ólöglegum útlendingum í kjölfar vaxandi glæpatíðni. Danir telja öryggisógn stafa af útlendingum sem koma með ólögmætum hætti inn í landið.

Sigurvegari þingkosninganna í Austurríki í gær vill loka á aðstreymi hælisleitenda.

Frakka, Dani og Austurríkismenn skortir líklega ,,mildi og mannúð" Íslendinga.

 

 


mbl.is Herða aðgerðir gagnvart glæpamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um rasisma og menningu

Rasismi er kynþáttahyggja þar sem einn kynþáttur er sagður öðrum æðri. Rasismi verður fullveðja á 19. öld þegar hvítir Evrópumenn réttlættu kúgun og þrælahald á þeldökkum Afríkubúum.

Á 20. öld þróast rasismi áfram, t.d. í Þriðja ríkinu, með alkunnum afleiðingum.

Enginn heilbrigður maður aðhyllist rasisma sem hér að ofan er lýst. Í pólitískri umræðu, ekki síst hér á landi, er hugtakið rasisti notað sem brigslyrði um þá sem gjalda varhug við óheftum innflutningi fólks frá framandi menningarsvæðum.

Reynsla Vestur-Evrópu af innflutningi fólks er því verri sem fólkið kemur lengra að. Þannig eiga Þjóðverjar ekki í vandræðum með að innbyrða milljónir Austur-Evrópubúa og þýskvæða. Aftur er það nokkrum vandkvæðum bundið, svo vægt sé til orða tekið, að aðlaga innflytjendur frá múslímaríkjum að þýskum siðum og háttum. Um þetta þarf ekki að deila. Reynslan er þar ólygnust.

Þjóðverjar og aðrar Vestur-Evrópuþjóðir eru óðum að herða kröfur til innflytjenda um að þeir tileinki sér menningu viðtökulandsins. Jafnframt er vaxandi fylgi við að stemma stigu við fjölda innflytjenda. Þessi umræða er ekki rasísk í neinum skilningi þess orðs.

Málið snýst um menningu. Þjóðir Vestur-Evrópu óttast að innflytjendastraumurinn grafi undan grónum gildum samfélagsins. Til skamms tíma var vinsælt að nota hugtakið ,,fjölmenning" í stað þjóðmenningar. Hugtakið er komið í ónáð. Ástæðan er sú að fjölmenning er með innbyggða mótsögn.

Fjölmenning gerir ráð fyrir að ólíkir menningarheimar þrífist hlið við hlið undir sama yfirvaldinu. En menningin skilgreinir afstöðu okkar til laga og réttar, stjórnskipunar og ekki síst mannréttinda. Þar af leiðir getur menning sem mismunar kynjunum, svo dæmi sé tekið, ekki blómstrað við hlið menningar sem lætur sér annt um jafnrétti karla og kvenna. Annað tveggja verður að víkja.

Vaxandi ótti er í Vestur-Evrópu að viðurkennd vestræn gildi, s.s. mannréttindi, eigi undir högg að sækja vegna aðstreymis fólks sem er með allt aðrar hugmyndir um mannréttindi.

Umræðan um stöðu vestrænnar menningar er ekki rasísk þótt fjölmenningarsinnar sumir hverjir haldi því fram.


Hælisleitendur og sjálfsvitund þjóðar

Hælisleitendur eru mál málanna í austurrísku þingkosningunum. Í þýsku útgáfunni Die Welt skrifar Henryk M. Broder, sem er hálfur Austurríkismaður, að spurningin um hælisleitendur snerti sjálfsvitund þjóðarinnar.

Þegar Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið, í Brexit-kosningunum, voru málefni hælisleitenda og innflytjenda afgerandi þáttur í umræðunni.

Hér á Íslandi eru þeir sem impra á málefnum hælisleitenda óðara stimplaðir sem rasistar. Sjálfsvitund góða fólksins ræður ferðinni.


mbl.is Stefnir í skarpa hægrisveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, sekt og Trump

Trúin gerði Evrópu að lávarði heims á nýöld. Með kristna miðaldatrú í farteskinu lögðu Evrópuríki undir sig fjórar heimsálfur, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu.

Þegar kristnin tók að dofna smíðuðu Evrópumenn tvenn ný trúarbrögð, kommúnisma og nasisma, sem hvor um sig gerði atlögu að heimsyfirráðum. Um tíma eftir seinni heimsstyrjöld var heiminum skipt í tvennt, austur og vestur, þar sem veraldarvædd kristni, oft kölluð frjálslyndi, stóð andspænis kommúnisma.

En nú er öldin önnur. Vestræn ríki eru þjökuð af sektarkennd. Cheryl Benard segir í National Interest að ungir múslímskir karlmenn nýti sér þessa sektarkennd til að nauðga vestrænum konum í evrópskum borgum. Þeir múslímsku eru sannfærðir um sína yfirburði í krafti trúarinnar, á líkan hátt og Evrópumenn voru á nýöld. Viðbrögð yfirvalda eru tepruleg, það óttast allir að fá á sig rasistastimpil.

Pólitík vestrænnar sektarkenndar er alþjóðahyggja þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og stunda frjáls viðskipti. Ástæðan fyrir kjöri Trump á síðasta ári er einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi eru ekki öll dýrin í skóginum vinir. Regluleg hryðjuverk herskárra múslíma í vestrænum borgum eru til marks um það.  Í öðru lagi gerðu frjálsu viðskiptin stóra hópa á vesturlöndum, ekki síst Bandaríkjunum, fátæka á með alþjóðaelítan græddi á tá og fingri.

Donald Trump er andsvar við vestrænni sektarkennd almennt og bandarískri sérstaklega. Hann boðberi afturhvarfs til fyrri gilda um vestræna menningaryfirburði. Sumum finnst, t.d. Margaret Atwood, að Trumpismi lykti af fasisma. En fyrst og fremst var sigur Trump til marks um að vestræn sektarkennd og pólitíkin sem henni fylgir er gengin sér til húðar.


mbl.is Endurvarp fjórða áratugarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur varð fyrir einelti - utan þings

Guðmundur Steingrímsson stofnandi Bjartar framtíðar og þingmaður um skeið segir frá einelti sem hann varð fyrir í hreinskilnum pistli í Fréttablaðinu. Eineltið fólst í atyrðum, bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimi.

Einelti er kannski full sterkt orð í þessu samhengi. Venja er að tala um einelti hóps, t.d. í skóla eða á vinnustað, gegn einstaklingi. En Guðmundur hefur ábyggilega nokkuð til síns máls þegar hann talar um eineltistilburði - að hrakyrða fólk opinberlega vegna skoðana sem það hefur.

Guðmundur ber saman starfsandann á alþingi, sem er almennt góður, og andrúmsloftið í samfélaginu sem er almennt neikvætt, einkum gagnvart þingmönnum.

Tvær athugasemdir má gera við þennan samanburð. Í fyrsta lagi eru þingmenn líka hluti af samfélaginu. Í búsáhaldabyltingunni og misserin þarf á eftir voru sumir þingmenn ýmist inni í þingsal eða með skrílslæti á Austurvelli.

Þingmenn, oft í samspili við samfélagsmiðla og fjölmiðla, taka iðulega þátt í og eru jafnvel hvatamenn að rógburði og illmælgi. Ósiðirnir vinda upp á sig.

Seinni athugasemdin lýtur að valdabaráttunni í samfélaginu eftir hrun. Viðurkenndar stofnanir, allt frá stjórnmálaflokkum til stjórnarskrárinnar, stóðu veikt vegna þess að öfl í samfélaginu vildu bylta ríkjandi fyrirkomulagi; henda stjórnarskránni og gera Ísland að ESB-ríki.

Þegar sjálft lýðveldið er í húfi tíðkast ekki vettlingatökin í umræðunni.


Stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata

Þriggja flokka vinstristjórn er í kortunum, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Vinstri grænir, Samfylking og Píratar sameinast um hærri skatta, endurræsingu ESB-umsóknar og atlögu að stjórnarskránni.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina aflið sem getur hindrað valdatöku vinstrimanna.

Og það eru aðeins tvær vikur til kosninga.


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur gerast íhaldssamir

Píratar eru mælikvarði á ruglstigið í samfélaginu. Ruglstigið var hátt fyrir tveim árum. Píratar mældust þá með um 30 prósent fylgi. Í kosningunum fyrir ári fengu Píratar innan við 15 prósent og mælast núna með tæp níu atkvæði af hverjum hundrað.

Kjósendur verða íhaldssamari eftir ofpólitík síðustu missera með tvennum þingkosningum á einu ári. Þekktar stærðir sækja í sig veðrið, Sjálfstæðisflokkur þar fremstur, en vinstraíhaldið í Vg gerir það einnig gott. Jafnvel Samfylking er risin upp úr öskustónni og er í tveggja stafa tölu.

Flokkur fólksins hjaðnar en Miðflokkurinn með Ísland allt í forgrunni nær sér á strik. Unglömbin Viðreisn og Björt framtíð verða jólasteik.

Í stjórnmálaþreytu hallar fólk sér að þekktum vörumerkjum.


mbl.is Viðreisn kæmist inn á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólamenntun kvenna, vanmenntun karla

Nær önnur hver kona á aldrinum 25 til 64 ára er með háskólamenntun, eða 48%. Aðeins rúmur þriðjungur karla (33%) býr að háskólamenntun.

Vanmenntun karla er langtímaþróun sem fær litla athygli. Konur eru fleiri en karlar í nær öllum háskólagreinum, oft er hlutfallið 70-30. Konur eru til muna líklegri en karlar að ljúka framhaldsnámi í háskóla, meistaraprófi eða doktorsnámi.

Menntun veitir aðgang að mannaforráðum og sérfræðistörfum. Ef fram heldur sem horfir stefnir í skekkju á vinnumarkaði. 

Ójafnrétti kynjanna er samfélaginu óhollt, sama á hvorn veginn það birtist.


mbl.is 40% með háskólapróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkdómavæðing lastanna - ég ber ekki ábyrgð

Löstur er frávik, of eða van, frá meðalhófinu kenndu Forn-Grikkir. Maður temur sér meðalhófið í mat, áfengi og kynlífi. Til þess þarf sjálfsaga sem ætlast er til að foreldrar kenni börnum sínum.

Í síauknum mæli eru lestir sjúkdómavæddir til að firra einstaklinginn ábyrgð á sjálfum sér. Ef maður er fíkill í mat, áfengi eða kynlíf er ábyrgðinni varpað á sjúkdóminn. Fíkillinn gerir kröfu til að samfélagið fyrirgefi honum fíknina og afleiðingar hennar og skaffi meðferð við fíkinni.

Allir eru með einhverja fíkn í sér. Löngun í sykur snýst auðveldlega upp í fíkn, hafi maður ekki ekki stjórn á neyslunni.

Fíkn er ekki sjúkdómur, heldur skortur á sjálfsaga. 


mbl.is Ekki kynlífsfíkill heldur rándýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menning er vopn

Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna er vopn beint að Ísrael í þágu múslímaríkja sem vilja Ísraelsríki feigt. Menning er vopn til að útrýma óæskilegum þjóðum og minnihlutahópum.

Í nýrri bók eftir Benjamin G. Martin, The Nazi-Fascist New Order for European Culture, er lýst hvernig Hitler og Mussolini beittu menningarvopninu til að réttlæta pólitískan rétttrúnað.

Ir­ina Bo­kova forstöðumaður UNESCO harmar ,,stjórn­mála­væðingu" stofnunarinnar. Fasismi samtímans kennir sig við frjálslyndi og pólitískur rétttrúnaður heitir ,,stjórnmálavæðing".

 

 


mbl.is Ísrael fylgir Bandaríkjunum úr UNESCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband