Sjúkdómavæðing lastanna - ég ber ekki ábyrgð

Löstur er frávik, of eða van, frá meðalhófinu kenndu Forn-Grikkir. Maður temur sér meðalhófið í mat, áfengi og kynlífi. Til þess þarf sjálfsaga sem ætlast er til að foreldrar kenni börnum sínum.

Í síauknum mæli eru lestir sjúkdómavæddir til að firra einstaklinginn ábyrgð á sjálfum sér. Ef maður er fíkill í mat, áfengi eða kynlíf er ábyrgðinni varpað á sjúkdóminn. Fíkillinn gerir kröfu til að samfélagið fyrirgefi honum fíknina og afleiðingar hennar og skaffi meðferð við fíkinni.

Allir eru með einhverja fíkn í sér. Löngun í sykur snýst auðveldlega upp í fíkn, hafi maður ekki ekki stjórn á neyslunni.

Fíkn er ekki sjúkdómur, heldur skortur á sjálfsaga. 


mbl.is Ekki kynlífsfíkill heldur rándýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hálf milljón kvenna marseraði í D.C. daginn sem Trump var svarinn í embætti. Herinn bar bleikar kisulóruhúfur til að mótmæla groddalegum ummælum hans um konur. Hann var sakaður um grófa kvenfyrirlitningu og því réttlætanlegt að afneita rétti hans til hins háa embættis. #ALDREIMINNFORSETI

Nú er hinsvegar reynt að draga úr áhrifum uppljóstrana um svívirðilega hegðun þessa Weinstein gagnvart konum m.þ.a. sjúkdómsvæða hegðun hans. En hvers vegna, jú hann er demókrati og öflugur stuðningsmaður bæði Clintonhjónanna og Obama. Safnaði drjúgt í kosningasjóði þeirra og var heimilisvinur. Best þekkta leyndarmál Hollywood var þeim "fullkomlega ókunnugt."

En nú er "sjúklingurinn" kominn í endurhæfingu. Allt undir konróL - þar til NÆST.

Ragnhildur Kolka, 13.10.2017 kl. 09:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fikn er viðurkenndur sjúkdómur, hvað fullyrðingar sem þú vilt hafa um það. Fíklar fá engan afslátt frá lögum, ef þeir brjóta af sér. Glæpir hafa aldrei verið réttlættir með fíkn. Að meðhöndla fíkn og hjalpa einstaklingum og aðstandendum þeirra er viðleitni til að draga úr glæpum og þeim samfelagslega skaða sem þeir valda. Kvikmyndaframleiðandinn má vel vera kynlífsfíkill, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann glæpamaður.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2017 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband