Miðvikudagur, 18. október 2017
Vinstri grænir endurtaka mistök Pírata
Vinstri grænir eru að tapa kosningabaráttunni. Þeir falla í sömu gildru og Píratar fyrir síðustu kosningar; hafa helst enga skoðun en annars tvær til þrjár ólíkar á sama málinu.
Fyrir kosningarnar sl. haust voru Píratar með um 30 prósent fylgi. Í kosningabaráttunni vildu þeir ekki rugga bátnum, sigla fylginu heim. Vinstri grænir nota sömu aðferð núna. Og hún gefst jafn illa og Pírötum fyrir ári.
Vinstri grænir kynna sig ýmist sem skattaflokk eða boða lága skatta; stundum eru þeir með ESB-aðild en annars á móti. En mest reyna Vinstri grænir að halda kjafti og vera sætir. Það virkar ekki.
Samfylkingin er óðum á ná vopnum sínum og nagar fylgið af Vinstri grænum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. október 2017
Má banna bullið? - Falsfréttir Vinstri grænna
Lögaðilar, fyrirtæki eða einstaklingar, geta fengið lögbann að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Handhafar framkvæmdavaldsins, sýslumenn, taka afstöðu til krafna um lögbann. Dómstólar skera úr um hvort synjun eða veiting lögbanns standist lög.
Ríkisstjórnin á vitanlega ekki að grípa inn í þessa atburðarás. Hún er lögformleg og sett til að handahófskenndu mati verði ekki beitt.
Lögbannskrafa þrotabú Glitnis á fréttaflutning úr stolnum skjölum er gerð að pólitísku áróðursmáli. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar þyrla upp falsfréttum til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn.
Vinstri grænir draga fram sínar stórkanónur, Katrínu formann og Svandísi Svavarsdóttur, og boða fund undir yfirskriftinni Má banna fréttir?
Í fundarboði er falsfrétt:
Lögbann sýslumanns á umfjöllun Stundarinnar um fjármál forsætisráðherra vekja alvarlegar spurningar um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla á Íslandi.
Sýslumaður bannaði ekki umfjöllun um fjármál forsætisráðherra. Þetta er hreinn uppspuni, falsfrétt. Glitnir fór fram á lögbann á stolnum gögnum sem varða þúsundir Íslendinga.
Almenningur stendur óvarinn gagnvart falsfréttum af þessu tagi. Í lýðræðisríki má hvorki banna bull né fréttir enda enginn munur þar á milli nú um stundir.
![]() |
Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18. október 2017
Lýðræði tapast, Ísland - Svíþjóð
Tækniveldið gengur af lýðræðinu dauðu í Svíþjóð, segir nýr sendiherra Svía hér á landi. Hann vísar í sænska orðræðu, t.d. Georg Henrik von Wright, sem skrifaði þegar árið 1993: ,,Tækniveldið þarfnast yfirskins lýðræðis til að fela valdbeitingu sína."
Svíþjóð er regluveldi en ekki Ísland. Í Svíþjóð kemur atlagan að lýðræðinu frá sérfræðingum, en þeir eru ekki hátt skrifaðir hérlendis.
Lýðræði á Íslandi er mest hætta búin frá skrílsvæðingu umræðunnar í skjóli samspils fjölmiðla og samfélagsmiðla.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt fund á Seltjarnarnesi í gær. Um 200 manns mættu, hlýddu á framsögu Bjarna og Óla Björns Kárasonar þingmanns. Á eftir framsögum var spurt og svarað um aðskiljanleg mál, s.s. skatta, uppbyggingu innviða, menntun, kjör eldri borgara, málefni hælisleitenda og fleiri atriði stjórnmálanna.
Á meðan fundurinn á Seltjarnarnesi stóð geisaði stormur á rafmiðlum, bæði fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, sem gekk út á að forsætisráðherra stæði fyrir lögbanni á fjölmiðil. Enginn af fundarmönnum úti á Nesi var með hugann við samsæri netskrílsins. En fundarmenn í Valhúsaskóla voru aðeins um 200 á meðan netumræðan nær til þúsunda.
Skrílsumræðan á netinu grefur undan lögmæti stjórnmála. Múgæsingamenn búa til falsfréttir og kynna sem staðreyndir í netumræðunni. Stórir fjölmiðlar, RÚV sérstaklega, taka virkan þátt.
Lýðræði sem tapar lögmæti er á fallandi fæti. Í Svíþjóð yfirtaka sérfræðingar völdin, á Íslandi er netskríllinn helsti óvinur lýðræðisins.
![]() |
Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. október 2017
Fjölmiðlar plataðir eða fjölmiðlar að blekkja?
Tíu ára gömul gögn úr þrotabúi Glitnis dúkka upp í fjölmiðlum. Enginn fjölmiðill fjallar um lekann eða veltir fyrir sér hver standi að baki. Eftir að fréttir birtast og eru til umfjöllunar í heila viku kemur fram lögbannskrafa frá þrotabúi Glitnis.
Lögbannskrafan er tímasett þannig að hún valdi Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum hámarksskaða. Hvers vegna var beðið í heila viku? Var það til að undirbúa jarðveginn, leyfa slúðrinu að grassera?
Gögnin frá Glitni eru sögð varða þúsundir Íslendinga. Hvers vegna eru Stundin/Reykjavík Media ekki krafin um svör um hvort þetta sé rétt? Hvers vegna upplýsa fjölmiðlar ekki efnisatriðin og beina gagnrýnum spurningum til þeirra sem um véla?
Eða eru fjölmiðlar fyrst og fremst að hugsa um að taka þátt í pólitík?
![]() |
Setur málin í undarlegt samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. október 2017
Lög, lýðræði og pólitík - en mest blekking
Stundin er samfélagsmiðill og gæti stofnað nýtt lén til að koma á framfæri meintum upplýsingum sem ,,varða almannahag". Eða slakað upplýsingunum til systurfélagsins, Kjarnans. Ef upplýsingarnar eru merkilegar er einfalt að leggja þær fram.
Yfirstandandi herferð Stundarinnar, í samstarfi við RÚV og Reykjavík Media, gegn Sjálfstæðisflokknum og Bjarna Benediktssyni hófst með viðurkenningu að reynt væri að hafa áhrif á pólitíska umræðu hér á landi með gömlum fréttum.
Lög gilda um hvernig skuli farið með lögbann. Nefnd alþingis breytir ekki þessum lögum, allra síst þegar alþingi er ekki starfandi.
Lögbannsumræðan er mest blekking.
![]() |
Nefndin fundar vegna lögbannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. október 2017
Össur: vinstristjórn þýðir ný ESB-umsókn
Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingar segir einboðið að fái vinstriflokkarnir tækifæri eftir kosningarnar 28. október til að mynda ríkisstjórn verði aðalmálið að gera Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins.
DV segir frá ummælum Össurar.
ESB-umsókn klyfi þjóðina í herðar niður, líkt og gerðist 2009-2013. Meirihluti þjóðarinnar er afgerandi á móti ESB-aðild.
![]() |
Mikið fylgistap Flokks fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. október 2017
Tvær elítur, einn gjaldmiðill og tveir flokkar
Efnafólk, sem þénar meira en milljón á mánuði, og háskólamenntaðir sérfræðingar vilja evru og ESB-aðild fremur en allur almenningur. Efnafólkið vill geta flutt peningana sína úr landi eftir hentugleikum og háskólamönnum bjóðast góð starfskjör í sérfræðiveldi Evrópusambandsins
Viðreisn er flokkur efnafólksins og Samfylkingin er framboð sérfræðinganna.
Allur þorri almennings veit sem er að krónan er verkfæri til að jafna lífskjörin, dreifir byrðinni þegar illa árar og lyftir kaupmættinum í góðæri.
![]() |
Fleiri vilja halda í krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. október 2017
ESB veiðir ekki atkvæði, hylur ekki pólitíska nekt
ESB-málið þjónaði tvennu hlutverki hjá Samfylkingunni. Í fyrsta lagi var hægt að fá atkvæði út á ESB-aðild hjá um þriðjungi kjósenda. Í öðru lagi huldi Evrópa pólitíska nekt Samfylkingarinnar.
Um aldamótin var Samfylkingin stofnuð til að verða stór flokkur. Málefnin voru aukaatriði. Í stað þeirra flaggaði flokkurinn ESB-umsókninni. Fimmtán áður síðar reyndi Viðreisn sama leikinn á hægri kanti stjórnmálanna. Í hvorugu tilvikinu heppnaðist áætlunin.
Evrópusambandið er í djúpri kreppu og verður ekki áhugaverður kostur fyrir Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð.
![]() |
Mikill meirihluti vill ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. október 2017
Kókaín, morð og fjölmiðlar
Maður sem reyndi að smygla til landsins kókaíni er sagður brasilískur í fjölmiðlum. Í september var framið morð í vesturbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er alltaf kynntur sem ,,maðurinn" í fjölmiðlum jafnvel þegar birtar eru af honum myndir.
Morð er alvarlegra afbrot en kókaínsmygl. Fjölmiðlar verða að gæta samræmis þegar meintir brotamenn eru auðkenndir í fréttum
Eða hvers eiga Brasilíumenn að gjalda?
![]() |
Áfram í varðhaldi vegna fljótandi kókaíns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. október 2017
Tröllin í umræðunni og miðaldir í pólitíkinni
Tröll eru tilbúinn veruleiki, skáldskapur til að henda reiður á margbrotinni tilveru. Skynreynsla og rökgreining mega sín lítils í tröllaheimi. Tröll samtímans eru kennd við netheima.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)