Jón Baldvin og Stefán jarða ESB-aðild

Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð, segir Jón Baldin Hannibalsson. Stefán Ólafsson tekur undir orð Jóns Baldvins og sendir pillu á forystu Samfylkingar:

Ef fleiri vinstri og miðjumenn hefðu jafn skýra sýn á þjóðmálin og Jón Baldvin væru stjórnmálin á Íslandi ekki jafn andlaus og ráðvillt og nú er.

Vinstrimenn undirbúa sig undir tap í kosningunum 2017. Kannski að Eyjólfur hressist fyrir 2021.


mbl.is Fastgengisstefna eina lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægriflokkar, velferðarmál og þjóðarheimilið

Á Norðurlöndum eru hægriflokkar orðnir sterkir í velferðarmálum og hagsmunum launafólks. Helmingurinn af þingflokki Danska þjóðarflokksins, sem vann stórsigur í síðustu þingkosninum, er launafólk.

Svíþjóðardemókratarnir styrkja sig jafnt og þétt á sama grunni; gagnrýni á Evrópusambandið og flóttamenn en stuðningur við velferðamál. Í Noregi er Framfaraflokkurinn á sömu slóðum og Sannir Finnar gera það gott á austurlandamærum Norðurlanda.

Þjóðarheimilið er hugtak sem breska vinstriútgáfan Guardian notar til að útskýra vöxt og viðvang hægriflokka á grunni málefna sem vinstriflokkar sátu einir að í áratugi. Þjóðarheimilið var velferðarþjóðfélagið sem vinstriflokkarnir skópu en hættu að sinna vegna þess að þeir urðu alþjóðlegir. Evrópumál og opin landamæri urðu áhugamál vinstriflokkanna sem æ oftar var stjórnað af stétt háskólamanna án tengsla við almennt launafólk.

Þjóðarheimilið er íhaldspólitík gagnvart alþjóðavæðingu. Á Norðurlöndum, þar sem stjórnmálakerfið nýtur mesta traustsins, er pólitík þjóðarheimilisins óðum að ryðja sér rúms undir formerkjum hægriflokka. Gömlu vinstriflokkarnir eru í kreppu.

Jafnvel vonarstjörnur vinstrimanna eru orðnar veikar fyrir hugmyndum um þjóðarheimilið. Jeremy Corbyn, sem þykir róttækur and-Blairisti í breska Verkamannaflokknum, íhugar að mæla með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Þjóðarheimilið og Evrópusambandið eru andstæður.

 


Guðmundur Steingríms útilokar dauðabandalag við Samfylkingu

Björt framtíð afneitar Samfylkingunni og kýs heldur að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Guðmundundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar, sem einu sinni var í Samfylkingunni, lýsir vantrausti á móðurflokkinn.

Guðmundur metur stjórnmálaástandið þannig að vinstripólitík og ESB-stefnan sé komin út í móa og verði ekki bjargað.

Til að Björt framtíð eigi möguleika á valdastólum er best að binda trúss sitt við hægripólitík, er mat formannsins.

Tilboð Guðmundur er í raun að Björt framtíð verði þriðja hjólið undir vagni hægristjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.


Ari, Ólafur og rætni sömu rótar

Ari Edwald og Ólafur Stephensen voru til skamms tíma vopnabræður í vinnu hjá Jóni Ásgeiri á 365-miðlum. Báðir tilheyra þeir síminnkandi samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.

Félagarnir fyrrum starfa núna hvor á hjá sínum hagsmunasamtökunum.

Málefnin eru vitanlega aukaatriði en rætnin þess meiri. Kemur ekki á óvart.


mbl.is „Rætnar ásakanir og rangfærslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launin eru lífshamingjan

Hamingja okkar er háð launum. Okkar eigin laun eru aðeins hluti hamingjunnar. Laun annarra eru veigamikill þáttur í lífsgleðinni - eða það sem upp á vantar að við lítum glaðan dag.

Fjölmiðlar útvega okkur upplýsingar um laun annarra og eru þar með milliliður okkar og lífshamingjunnar.

Við hljótum að þakka fjölmiðlum þessa lífsnauðsynlegu þjónustu.

 


mbl.is Pítsa, kók og skattupplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigrún flytur leiðara í RÚV til varnar ESB

RÚV finnst ómögulegt að málstaður ESB-sinna hér á landi sé rústir einar. Sigrún Davíðsdóttir tók sér fyrir hendur í Speglinum í gær (19:40 og áfram) að útskýra fyrir hlustendum að allt væri í himnalagi í Evrópusambandinu, ef við aðeins horfum framhjá Grikklandi.

,,Rangar staðreyndir og misskilingur um það sem gerðist á Íslandi," er útgangspunktur Sigrúnar í leiðara um hve rangt sé að líta á Ísland sem dæmi um nauðsyn þess að búa við eigin gjaldmiðil og fullveldi. Henni er sérstaklega í nöp við Matt Ridley sem skrifaði snarpa grein um ónýti ESB og sótti rök til reynslu Íslands. Sigrún dregur Ridley í svaðið, segir hann gjaldþrota bankamann og afneitara í loftslagsmálum, eins og það komi málinu við.

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, fær þá umsögn hjá Sigrúnu að hann ,,fari ekki rétt með rök."

Leiðari Sigrúnar í Speglinium í gær var kynntur sem fréttaskýring.

 


Í hvaða landi býr Árni Páll?

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir m.a.

Krónan leiddi með öðrum orðum til pólitískrar og samfélagslegrar upplausnar á Íslandi, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að fylgi Samfylkingar er komið niður í eins stafs tölu. Formaðurinn er undir ágjöf og vafasamt að hann haldi formennskunni sinni næsta vetur.

Engu að síður verður að gera þá kröfu til Árna Páls að hann segi ekki algerlega skilið við dómgreindina þegar hann kveður sér hljóðs á opinberum vettvangi


Hroki bankafólks og ábyrgð stjórnvalda

Bankarnir voru miðstöð útrásarinnar sem lauk með hruninu 2008. Margt bendir til að lærdómurinn af hruninu fari framhjá bönkunum. Kannski vegna þess að almenningur í gegnum ríkissjóð sá til þess að bankafólk missti ekki vinnuna - með því að ríkið yfirtók reksturinn.

Íslenskt bankafólk fékk aðstoð að utan að læra ekki lexíuna af hruninu. Þannig fékk starfsfólk Landsbankans gefins hlut í bankanum að kröfu eigenda slitabús gamla Landsbankans, að sagt er.

Nú vilja yfirmenn Íslandsbanka fá sambærilega gjöf frá slitabúinu, bara fyrir að vinna vinnuna sína.

Og Landsbankafólk vill byggja monthöll við Hörpu, til að minna á að bankafólk sé merkilegra en almúginn.

Bankafólkinu verður að setja stólinn fyrir dyrnar áður en allt opnast á gátt og út flæðir fjármálahroki af ætt útrásar. Til þess höfum við alþingi og ríkisstjórn.

 

 

 


mbl.is Vilja hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atli Þór, Eygló og lögmálið um bjána

Almennt gildir að ef stjórnmálamaður eða önnur opinber persóna er óalandi og óferjandi eru fáein orð nóg til að útskýra hvers vegna viðkomandi ætti að stökkva þangað sem dagskímunnar nýtur ekki.

Lögmálið byggir á þeirri forsendu að bjánaskapur þarf ekki ítarlega greiningu. Nóg er að benda líkt og barnið gerði í ævintýri Andersen um klæðalausa kónginn. Mörg orð um bjánaskap segja oftast meiri sögu um þann sem mælir en meintan bjána.

Atli Þór Fanndal skrifar sumsé langa grein um að Eygló Harðardóttir ráðherra ætti að segja af sér. 

 


Trú og pólitík í menningu múslíma

Ung múslímakona kvartar undan því í viðtali við þýsku útgáfuna FAZ að öfgamúslímarnir í Ríki íslam komi óorði á trúna. Hún vitnar í 99da vers tíundu súru kóransins þar sem guð mælir fyrir trúfrelsi.

Trúbræðurnir í Ríki íslam túlka trúfrelsi þannig að þeim leyfist að höggva mann og annan sem ekki er þeim hjartanlega sammála um þá túlkun.

Múslímakonan telur umbótahreyfingu meðal múslíma tímabæra. Þar er fertugan hamarinn að klífa. Múslímaríki viðurkenna ekki grundvallarmannréttindi eins og þeim er lýst í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Mannréttindi múslímaríkja eru skráð í Kairó-yfirlýsinguna, en þar er gert ráð fyrir að kóraninn sé vegvísir um mannréttindi. Konur eru til dæmis settar skör lægra en karlar.

Í menningu múslíma er trú og pólitík eitt. Rétt eins og trú og pólitík voru eitt á kristnum miðöldum Evrópu.


mbl.is Elsta þekkta eintakið af Kóraninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband