Stórt nei við ESB - en lýðræði borgar ekki skuldir

Grikkir segja afgerandi nei við Evrópusambandinu og lánaskilmálum þess. Já-hreyfingin í Grikkland barðist fyrir ESB-aðild og samningum við lánadrottna. Stórt nei þýðir að gríska þjóðin hafnar leið ESB-sinna.

Eftir nei-ið þarf að borga skuldir, þær hverfa ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Rökrétt afleiðing af nei-i er að Grikki lýsi yfir þjóðargjaldþroti, segi sig frá evru og ESB og taki upp nýjan gjaldmiðil.

En pólitíkin er ekki alltaf rökrétt, allra síst ESB-pólitíkin.


mbl.is Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landnám, sjálfsbjörg og einstaklingshyggja

Það aðgreinir okkur frá frændum okkar á Norðurlöndum, utan Færeyja, vitanlega, er að við erum afkomendur landnámsmanna en þeir ekki.

Landnámsmenn rækta með sér sjálfsbjörg í ríkum mæli og þar af sprettur einstaklingshyggja. Samhjálpin er þó landnámsmönnum ekki framandi, samanber hreppana sem voru skipulagðir á tíma þjóðveldis til fátækrahjálpar.

Á seinni tímum tökum við ýmislegt frá norrænum þjóðum, s.s. velferðarkerfið, en lögum það að okkar aðstæðum. Við höfum þó ekki tekið pólitíska rétttrúnaðarhugsun upp af sömu ákefð og t.d. Svíar. Líklega er einstaklingshyggjan nokkur vörn þar.

Á öðrum sviðum göngum við lengra í jafnræði en Norðurlöndin, jafnvel þannig að sumum þyki nóg um. Við tökum síður mið af langskólaprófum, en Norðurlönd og þjóðir engilsaxa, þegar við skiptum launakökunni í þjóðfélaginu. Það fyrirkomulag virðist séríslenskt.


mbl.is Íslendingar líkari Kanadamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei við ESB er já við fullveldi

Ef gríska þjóðin segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafnar hún Evrópusambandinu. Um leið segir það já við fullveldi, þótt stjórnvöld í Aþenu segja annað; að nei haldi Grikklandi í evru-samstarfinu og ESB.

Grikkland er gjaldþrota, hvort heldur innan ESB eða utan. Möguleikar Grikkja til að brjótast úr kreppunni felast í fullveldinu. Úrsögn úr ESB og nýr gjaldmiðill eru uppskriftin.

Ef Grikkir halda áfram innan ESB verður kreppan viðvarandi næstu áratugina.

Öfgahópurinn sem leiðir ríkisstjórnina í Aþenu er ekki líklegur til að móta framtíð Grikkja næstu árin, eins og sagnfræðingurinn Mark Mazower útskýrir skilmerkilega í New York Times.

Grísku hamfarirnar undanfarin hálfan áratug mun breyta Evrópusambandinu til frambúðar. Önnur tveggja leiða verður farin, að stækka og dýpka evru-samvinnuna eða að vinda ofan af samrunaferlinu.

Aukin evru-samvinna felur í sér klofning á Evrópusambandinu, þar sem þær þjóðir sem ekki eru með evru verða viðskila við evru-þjóðirnar.

Ef samrunaferlið er á enda komið er bjartsýni að trúa að umsnúningurinn verði án verulegra pólitískra og efnahagslegra vandræða.

 

 


mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáar fréttir af stærsta sigri íslensks stjórnmálamanns

Stærsti áfanginn í uppgjörinu við hrunið er afnám hafta á gjaldeyrisviðskipti. Þessum áfanga var náð með tvennum lögum um gjaldþrotabú föllnu bankanna. Þráðbein lína er á milli lykta Icesave-deilnanna og afnáms hafta.

Aðeins einn stjórnmálamaður íslenskur er með 100% feril frá Icesave-deilunum til dagsins í dag. Þegar aðrir voru sífellt á röngunni, t.d. allir stjórnmálamenn vinstriflokkanna, og sumir misstigu sig, t.d. formaður Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkti seinni Iceseve-lögin, þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarsóknarflokksins ávallt á réttunni.

Sigmundur Davíð og traustir bandamenn hans í þingliði framsóknarmanna, t.d. Vigdís Hauksdóttir, biluðu aldrei í ferlinu frá baráttunni við Breta og Hollendinga í Icesave og fram til loka haftanna.

Sigur Sigmundar Davíðs í þessu máli er stærsti sigur íslensks stjórnmálamanns í seinni tíma sögu okkar. Að fjölmiðlar skuli ekki bera forsætisráherra á höndum sér með viðhafnarviðtölum og ítarlegri greiningu á ferlinu frá Icesave-deilum til haftaloka sýnir að íslenskir fjölmiðlar eru ekki starfi sínu vaxnir.


mbl.is Sigmundur ánægður með samstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband