ESB ekki lengur Evrópa

Evrópusambandið yfirtók álfuheitið Evrópa í þegar samrunaferli ESB-ríkjanna gekk hvað hraðast fyrir sig um og eftir aldamótin. Í samtali blaðmanns Die Welt við þýska stjórnmálafræðinginn Herfried Münkler dúkkar spurningin upp hvort Evrópa eða Evrópusambandið standi frammi fyrir breytinum.

,,Það er jú nokkur munur á Evrópu og Evrópusambandinu," segir blaðamaður og stjórnmálafræðingurinn samsinnir.

Münkler ráðgjafi þýska utanríkisráðuneytisins og með þekktari stjórnmálafræðingum landsins. Hann telur næstu tvö til þrjú árin leiða í ljós hvort Evrópusambandið eigi sér framtíð eða ekki. Münkler segir tvo möguleika fyrir ESB. Í fyrsta lagi kjarnasamstarf stofnríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Benelux-landanna. Í öðru lagi breiðari ESB undir forystu Frakklands og Þýskalands.

Hvor heldur útgáfan sem yrði ofan á er hugmyndin um Evrópusamband svotil allra landa álfunnar lögð á hilluna.

Viðtal Die Welt við Münkler er eitt dæmi af fjölmörgum þar sem reynt að semja nýja frásögn um Evrópusambandið. Rauður þráður í þessum tilraunum er að bjarga því sem bjargað verður af Evrópusambandinu. 


Bloggfærslur 28. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband