Smáríki í ESB snúast gegn Grikkjum

Eystrasaltsríkin í Evrópusambandinu, Eistland, Lettland og Litháen eru búin ađ fá nóg af heimtufrekju Grikkja og vangetu viđ ađ hrinda í framkvćmd efnahagsumbótum.

Ţýskir fjölmiđlar, SZ og Spiegel, birta fréttir um ađ smáríkin í Evrópusambandinu, einkum ţau í norđ-austur Evrópu vilji ţvo hendur sínar af Grikkjum.

Grikkir einangrast jafnt og ţétt í evru-samstarfinu, sem tekur til 19 ţjóđa. Líkurnar aukast fyrir ţví ađ Grikkir verđi látnir sigla sinn sjó. 


mbl.is Engar nýjar tillögur frá Grikkjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grikkir vilja láta kasta sér úr evru-klúbbnum

Evrópskir fjölmiđlar segja Grikki koma tómhenta til leiđtogafundarins í Brussel. Engar tillögur til ađ réttlćta milljarđaframlög til gjaldţrota ţjóđríkis.

Evrópskir ţjóđarleiđtogar segja hver um annan ţveran ađ Grikkir verđi ađ koma međ raunhćfar tillögur til lausnar á skuldavandanum í Grikklandi ţar sem bankar eru lokađir í viku.

Ađ Grikkir komi tómhentir til Brussel ţýđir ađeins eitt: ţeir vilja láta kasta sér úr evru-samstarfinu enda ţora ţeir ekki fara sjálfviljugir út.

 


mbl.is Tsipras beđiđ međ eftirvćntingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Finnska skólamódeliđ í uppnámi

Frá aldamótum er Finnland Mekka skólamanna á Vesturlöndum. Ástćđan er ađ finnsk ungmenni skoruđu hćst á alţjóđlegum prófum, kenndum viđ PISA, í stćrđfrćđi, lćsi og vísindalćsi. Stórţjóđir Evrópu sendu til Finnlands skólamenn í flugvélaförmum ađ lćra hvađ Finnar gerđu rétt.

Ameríkanar fóru líka til Finnlands, kannski ekki međ jafn mikla glýju, en samt, Finnar toppa PISA-listann.

Á síđustu árum tapa Finnar ţeirri forystu sem ţeir höfđu í PISA-prófum. Og ţađ er eins og viđ manninn mćlt ađ stórfelld endurskođun er hafin á finnska skólamódelinu. Skýrslur, eins og frá Centre for Policy Studies, segja ađ finnska módeliđ byggđi á gömlum gildum, ekki nútíma kennsluháttum, og ađ sein samfélagsţróun Finna hafi viđhaldiđ gömlum aga í skólum sem flest önnur vestrín ríki voru búin ađ glata. Gamli skólaaginn skilađi Finnum PISA-forystunni.

Ţýskir fjölmiđlar benda á ađ ţegar velgengni finnskra nemenda, skv. PISA, var hvađ mest ţá hafi kannanir sýnt hvađ mesta vanlíđan finnskra skólaungmenna. Valiđ, samkvćmt ţeim ţýsku, virđist standa á milli vanlíđunar í skóla og góđs námárangurs annars vegar og hins vegar ađ ţrífast vel en skila síđri námsárangri. 

Yfirveguđ bandarísk greining á finnska skólastarfinu setur ţađ í samhengi viđ nćgjusemi Finna, virđingu kennara í samfélaginu, góđan tíma sem kennarar hafa til ađ rćđa málin og samfélagslega samkennd.

Niđurstađa: skólar eru samofnir hverju samfélagi og verđa ekki greindir nema í samfélagslegu samhengi. Ţađ er ekki til neitt eitt skólamódel sem hentar öllum samfélögum.


Bloggfćrslur 7. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband