Hægriflokkar, velferðarmál og þjóðarheimilið

Á Norðurlöndum eru hægriflokkar orðnir sterkir í velferðarmálum og hagsmunum launafólks. Helmingurinn af þingflokki Danska þjóðarflokksins, sem vann stórsigur í síðustu þingkosninum, er launafólk.

Svíþjóðardemókratarnir styrkja sig jafnt og þétt á sama grunni; gagnrýni á Evrópusambandið og flóttamenn en stuðningur við velferðamál. Í Noregi er Framfaraflokkurinn á sömu slóðum og Sannir Finnar gera það gott á austurlandamærum Norðurlanda.

Þjóðarheimilið er hugtak sem breska vinstriútgáfan Guardian notar til að útskýra vöxt og viðvang hægriflokka á grunni málefna sem vinstriflokkar sátu einir að í áratugi. Þjóðarheimilið var velferðarþjóðfélagið sem vinstriflokkarnir skópu en hættu að sinna vegna þess að þeir urðu alþjóðlegir. Evrópumál og opin landamæri urðu áhugamál vinstriflokkanna sem æ oftar var stjórnað af stétt háskólamanna án tengsla við almennt launafólk.

Þjóðarheimilið er íhaldspólitík gagnvart alþjóðavæðingu. Á Norðurlöndum, þar sem stjórnmálakerfið nýtur mesta traustsins, er pólitík þjóðarheimilisins óðum að ryðja sér rúms undir formerkjum hægriflokka. Gömlu vinstriflokkarnir eru í kreppu.

Jafnvel vonarstjörnur vinstrimanna eru orðnar veikar fyrir hugmyndum um þjóðarheimilið. Jeremy Corbyn, sem þykir róttækur and-Blairisti í breska Verkamannaflokknum, íhugar að mæla með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Þjóðarheimilið og Evrópusambandið eru andstæður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð nálgun hjá þér sem fyrr kæri Páll.

Bresti mig ekki minni mitt, þá var það hægrimaðurinn dr. Þórir Kr. Þórðarson sem barðist fyrir stofnun félagsþjónustunnar í Reykjavík sem borgarfulltrúi. Þar átti hann við ramman reip að draga að koma þessu á - en tókst þó.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2015 kl. 11:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er svo spurning hvort nokkurn tíma tekst að leiðrétta pólitíska náttúru þeirra vinstri til upphafsins? 

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2015 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband