Stofnfélagi Samfykingar varar við samfófasisma

Samfófasisma má skilgreina svona:

Því miður gerist það þó enn að hugsanalöggur, sem þjást af æðrimáttarkennd, grípa til frumstæðra valdbeitinga og níðast á athöfnum þeirra, sem hafa ekki »rétta« skoðun. Þær telja sig óskeikular. Það fylgir æðrimáttarkenndinni.

Stofnfélagi í Samfylkingunni, Birgir Dýrfjörð, er höfundur textans hér að ofan. Tilvitnunin er tekin úr grein í Morgunblaðinu í dag þar sem Birgir átelur vinstrimenn fyrir fasískar aðferðir við að leysa upp fundi þar sem höfð eru frammi sjónarmið sem hugsanalöggum er ekki að skapi.

Birgir nefnir nokkur dæmi um samfófasisma, án þess að nota það orð, t.d. árásir á biskup Íslands vegna þess að hann ávarpaði kristna samkomu sem ekki var hlynnt samkynhneigð og upphlaupið 17. júni sl. á Austurvelli þegar hróp voru gerð að minningu Jóns Sigurðssonar.

Samfófasismi er ein af ljótari staðreyndum íslenskra stjórnmála.


Þjóðaratkvæði eyðileggur þjóð og skemmir lýðræði

Grikkir fá eftirfarandi niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag:

í fyrsta lagi verður þjóðin klofin í herðar niður, já- og nei-sinna.

í öðru lagi verður Grikkland útmálað sem ruslríki án starfhæfrar ríkisstjórnar.

Alþjóðasamfélagið horfir skelfingu á lýðræðinu misþyrmt af vanhæfri ríkisstjórn þjóðar sem svindlaði sig inn í gjaldmiðlasamstarf og situr uppi með tvo ömurlega kosti, að lifa við evru-kreppu næstu áratugina eða leggja út á ókunn djúpmið með nýjum gjaldmiðli.

Grikkir kusu sér nýja ríkisstjórn í janúar til að ljúka samningum við lánadrottna sína í ESB-ríkjunum. Ríkisstjórn Alexi Tsipras var kosin í þetta eina verkefni. Hún klúðraði því stórkostlega og reynir að fela handvömmina með þjóðaratkvæðagreiðslu sem gerir illt verra.

Grikkir eiga enga vini lengur í alþjóðasamfélaginu, þótt víða sé samúð með grískum almenningi. Í vestrænum ríkjum verður hugsað með hryllingi til gríska samfélagsruglsins þar sem ríkisstjórn skipuð öfgamönnum til hægri og vinstri stráir salti í sviðna jörð. 

Þegar frá líður mun þessi sorglega atburðarás stórskemma lýðræðishugsjónina. Grikkir eru vestrænir meginhöfundar að lýðræði. Að einmitt þeir höggvi að rótum lýðræðisskipulagsins sýnir kaldhæðni sögunnar.


mbl.is „Nei“ mun ekki styrkja stöðu Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband