Habermas: ESB í pólitískri gildru

Jürgen Habermas heimspekingur og samfélagsrýnir er stórt nafn í vinstrikreðsum í Evrópu, og raunar víðar, svo sanngirni sé gætt. Hann er einarður ESB-sinni og telur sambandið nauðsyn Þjóðverjum vegna sögulegra erfiðleika þeirra að vera til friðs í Evrópu, sbr. 1914-1918 og 1939-1945.

Habermas er grimmur gagnvart þýskum stjórnvöldum fyrir meðferðina á Griikjum og segir í viðtali við Guardian að Merkel og Schäuble sólundi evrópskum velvilja til Þýskalands er tók áratugi að byggja upp eftir seinna stríð. Grikkland sé í reynd leppríki ESB, dæmt í varanlega kreppu.

Habermas segir Evrópusambandið fast í pólitískri gildru:

Aðeins leiðtogar ríkja í ráðherraráðinu geta brugðist við. En einmitt þeir eru ófærir um að bera fram sam-evrópska hagsmuni enda eru þeir bundnir þjóðarvilja. Við erum fastir í pólitískri gildru.
(Only the government leaders assembled in the European Council are in the position to act, but precisely they are the ones who are unable to act in the interest of a joint European community because they think mainly of their national electorate. We are stuck in a political trap.)

Æ fleiri hallast að þeirri greiningu að Evrópusambandið sé komið langt fram úr sjálfu sér með yfirþjóðlegu valdboði. Því verði að endurskoða starf ESB frá grunni og draga úr yfirþjóðlega þætti sambandsins.

Habermas kýs öndverðan kost. Hann segir nauðsyn á að ,,kjarna-Evrópa" myndi pólitískt sambandsríki með evru sem gjaldmiðil. Það sé lærdómurinn sem megi draga af Grikklands-kreppunni. 

,,Kjarna-Evrópa" Habermas er um það bil það svæði sem Napoleón lagði undir sig í byrjun 19du aldar og var undir stjórn Hitlers laust fyrir miðja síðustu öld.

Þýski heimspekingurinn boðar klofna Evrópu.


mbl.is Skipti út ósammála ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband