Styrmir og sekir sjálfstæðismenn

Fámennur hópur sjálfstæðismanna vill koma Íslandi undir erlend yfirráð. Þessir sjálfstæðismenn eru sporgöngumenn Una danska sem reyndi að koma Íslandi undir Harald hárfagra.

Á þessa leið er greining Styrmis Gunnarssonar fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á þeim sjálfstæðismönnum sem vilja Ísland í Evrópusambandið.

Af orðum Styrmis má ráða að seku sjálfstæðismennirnir kveinki sér undan þeirri einkunn sem þeir fá; að vera sekir um meiriháttar dómgreindarbrest og trúa á bábiljur um að ESB sé félagsskapur sem vinni aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja. Gríski harmleikurinn er dæmisaga um misþyrmingu smáþjóðar innan ESB.

Seku sjálfstæðismennirnir senda Styrmi einkaskilaboð. Þeir þora ekki að koma fram á opinberum vettvangi að ræða pólitíska afstöðu sína.

Seku sjálfstæðismennirnir eru líka huglausir. Almennir flokksmenn ættu að hafa það í huga þegar valið er á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.


Minna Grikkland, meira ESB

Grikkland smækkar með því að völd Grikkja í eigin málum verða æ minni. Eftir því sem líður á evru-kreppuna yfirtekur Evrópusambandið æ meira af lagasetningavaldi sem einu sinni var í Aþenu.

Í þýskum fjölmiðlum er sagt hreint út: Weniger Griechenland, meher Europa. Grikkland varð að minnka í ESB-samhenginu, annað hvort með því að fara úr evru-samstarfi og ESB eða að láta ESB yfirtaka grísk málefni.

Grikkir sjá að baki 185 ára frelsis með samningunum við ESB. Forsætisráðherra þeirra var ýmist sagður ,,barinn hundur" eða ,,krossfestur" í Brussel af ráðandi öflum í ESB, samkvæmt frásögn í EU-Observer.

Evrópusambandið sigraði Grikki en stórskaðaði sig sjálft í leiðinni. Eftir grísku stjórnarbyltinguna er aðeins einn vegur fær fyrir ESB: að krefjast síaukinna valda yfir fjármálum evru-ríkjanna 19. Við það eykst klofningurinn við þau ESB ríki sem ekki nota evru, t.d. Bretland, Svíþjóð, Danmörku og Pólland.

Evrópusambandið verður risi á brauðfótum, sem kúgar smáþjóðir en ræður ekki við sjálfan sig.


mbl.is Staðráðinn í að ná samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband