Guðmundur Steingríms útilokar dauðabandalag við Samfylkingu

Björt framtíð afneitar Samfylkingunni og kýs heldur að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Guðmundundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar, sem einu sinni var í Samfylkingunni, lýsir vantrausti á móðurflokkinn.

Guðmundur metur stjórnmálaástandið þannig að vinstripólitík og ESB-stefnan sé komin út í móa og verði ekki bjargað.

Til að Björt framtíð eigi möguleika á valdastólum er best að binda trúss sitt við hægripólitík, er mat formannsins.

Tilboð Guðmundur er í raun að Björt framtíð verði þriðja hjólið undir vagni hægristjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.


Ari, Ólafur og rætni sömu rótar

Ari Edwald og Ólafur Stephensen voru til skamms tíma vopnabræður í vinnu hjá Jóni Ásgeiri á 365-miðlum. Báðir tilheyra þeir síminnkandi samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.

Félagarnir fyrrum starfa núna hvor á hjá sínum hagsmunasamtökunum.

Málefnin eru vitanlega aukaatriði en rætnin þess meiri. Kemur ekki á óvart.


mbl.is „Rætnar ásakanir og rangfærslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband