Kunna Þjóðverjar að reka Grikkland?

Forsætisráðherra Grikklands samþykkti að gríska efnahagskerfið yrði stokkað upp að kröfu Þjóðverja gegn því að fá þriðja björgunarlánið á fimm árum.

Guardian segir að fyrir utan lækkaðan lífeyrisaldur og ýmis sparnaðarúrræði í ríkisútgjöldum þá verði Grikkir að breyta lögum um verslunartíma á sunnudögum. Einnig að brjóta upp skipulag mjólkurframleiðslu og samkepnnishættir bakara verða sömuleiðis endurkoðaðir.

Víðtæk útlensk (les: þýsk) inngrip í grískt samfélag gerir Grikkland ekki endilega betra. Raunar er ólíklegt að lagabreytingar um grísk innanríkismál muni gera annað en að auka andstyggð Grikkja að fylgja opinberri forskrift. Og fannst mörgum nóg um frjálslega umgengni Grikkja við lög og reglur.

Grískir samfélagshættir, lög og regla þar á meðal, eru niðurstaða grískra siða og venja og það sem mest eru um vert; grískrar málamiðlunar.

Það er ekkert sem bendir til að Þjóðverjar kunni betur en Grikkir sjálfir að reka Grikkland.


mbl.is „Þið yfirgefið ekki herbergið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran afnemur lýðræði, gerir þjóðir ósjáflbjarga

Í morgun skrifðu grísk stjórnvöld undir samning um björgunarlán frá ESB sem er til muna verri en samningurinn sem grískir kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku.

Grikkland, sem  telur um 2% af efnahagskerfi evru-ríkjanna, sýnir í hnotskurn afleiðingar af myntsamtarfinu:

a) evran er ósamrýmanleg lýðræði

b) evran gerir þjóðir ósjálfbjarga

c) evran veldur raðneyðarfundum leiðtoga evru-ríkja

Evran er komin með 15 ára sögu. Nær helmingur þeirrar sögu, frá 2008 að telja, er evran til vandræða hvort heldur mælt efnahagslega, félagslega og pólitískt.

Engu að síður þykir það álíka viðeigandi að leggja til afnám evrunnar og að nefna snöru í hengds manns húsi.


mbl.is Evran „meiriháttar glæfraspil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband