Óbreytt eymd hjá ESB

Samdráttur og 11% atvinnuleysi er staðfesting á því að evru-svæði Evrópusambandsins horfir fram á eymdarástand næstu árin.

Enn er umræða um að útganga Grikklands sé forsenda fyrir því að evru-svæðið hjarni við.

Efnahagsleg hnignun og pólitísk óvissa er uppskrift að viðvarandi ófermdarástandi á evrusvæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð.


mbl.is Óbreytt verðbólga og atvinnuleysi á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúð, fjölmenning og töpuð velferð

Velferðarþjóðfélög vesturlanda voru byggð á mannúðarsjónarmiðum. Velferðarþjóðfélögin byggðu á tvíþættum arfi byltinganna á 19. öld um frelsi, jafnrétti og bræðralag annars vegar og hins vegar fullvalda þjóðríki sem skipulagsheild.

Almenningur í velferðarþjóðfélögum Vestur-Evrópu var fram yfir miðja síðustu öld einsleitur; bjó að sömu tungu, sögu og menningu. Eftir miðja öldina opnuðu Vestur-Evrópuríki landamæri sín fólki úr öðrum heimsálfum. Vestur-Þýskaland fékk ódýrt vinnuafl frá Tyrklandi, Bretar og Frakkar tóku við fyrrum þegnum sínum úr nýlendunum.

Velferðarþjóðfélög Vestur-Evrópu gátu og vildu taka við fólki frá Afríku, Miðausturlöndum og Asíu. Hugmyndin um fjölmenningu fékk opinberan stuðning. Þjóðleg einsleitni skyldi víkja fyrir alþjóðlegri fjölbreytni. Evrópusambandið jók vinsældir sínar á þessum sama grunni.

Um aldamótin fer að renna upp fyrir almenningi í Vestur-Evrópu að stóraukinn straumur aðkomumanna úr fjarlægum heimsálfum mun keyra velferðarþjóðfélagið í gjaldþrot. Fjölmenningin bíður jafnframt hnekki þar sem hún fóstrar trúaröfgar sem ala af sér hryðjuverkamenn er herja á vestræn samfélög og grunngildi þeirra. Í stjórnmálum vék mannúð eftirstríðsáranna, sem sósíaldemókratar báru einkum fram, fyrir nýrri umræðu um menningarmun milli fólks eftir uppruna og trú.

Óöld í Miðausturlöndum eykur á flóttamannastrauminn til Evrópu, sem jafnframt tekst á við þjóðflutninga innan Evrópusambandsins þar sem fólk í austri flytur vestur í von um betri lífskjör.

Einsleitnin sem var hornsteinn velferðarþjóðfélagins er töpuð og kemur ekki aftur. Fjölmenningin er misheppnuð tilraun.

Efnahagslega velmegunin sem stóð undir velferðarþjóðfélaginu er í hættu, ekki síst á evru-svæðinu. Lítill hagvöxtur og hátt atvinnuleysi gerir kröfu um sparnað í ríkisútgjöldum, sem bitnar á skjólstæðingum velferðarkerfisins.

Velferðarþjóðfélag vesturlanda er á hvarfanda hveli. Alls óvíst er hvað tekur við.    

 

 

 


mbl.is Calais og Hitler í sömu setningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband