Grikkir breyta ESB-umræðunni á Íslandi

Vandræði Grikkja með evruna, þjóðaratkvæðagreiðslan og erfiðleikar ESB að ráða fram úr myntsamstarfinu mun breyta til frambúðar ESB-umræðunni hér á landi.

ESB-sinnar á Íslandi héldu fram evru og ESB-reglum sem valkosti við krónu og fullveldi. Um tíma eftir hrun fengu þessi rök meðbyr í samfélaginu. Viðvarandi vandræðaástand Grikkja í sjö ár og vangeta ESB að búa til haldbært myntsamstarf kippir stoðunum undan málflutningi ESB-sinna.

Á Íslandi verður það sjónarmið ráðandi að best sé að bíða og sjá hvernig evrunni og ESB reiðir af á næstu fimm til tíu árum. Enginn áhugi verður hér á landi á nýrri ESB-umræðu næstu árin.


mbl.is Grikkir leggja fram tilboð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran, fjárkúgun og valdastjórnmál

Evran er gjaldmiðill byggður á pólitík, ekki lögmálum hagfræðinnar. Eftir að evran varð lögeyrir Evrópusambandsins, um aldamótin, er stöðugt reynt að smíða í kringum gjaldmiðilinn regluverk sem heldur.

En það gengur ekki, einmitt vegna þess að evran er byggð á pólitík.

Pólitík er rekin áfram af tilfinningum, fremur en yfirvegun og rökum. Forystumenn grísku ríkisstjórnarinnar líktu ESB við hryðjuverkasamtök. Það er hreinræktuð lýðskrum.

Ef Grikkir verða sigurvegarar í deilunni við forráðamenn evrunnar, sem eiga heima í Brussel, Frakklandi og Þýskalandi, er komið fordæmi fyrir fjárkúgun smáþjóða gagnvart stórþjóðum í evru-samstarfinu. Engin hætta er á öðru en að það fordæmi verði nýtt.

Stórþjóðirnar hafa ekki efni á sigri Grikkja í evru-deilunni. Litlu breytir þótt Tsipras fórni fjármálaráðherra sinum til að friðþægja goðin. Öllum er ljóst að Grikkir stunda fjárkúgun í nafni lýðræðis.

Þjóðaratkvæðagreiðsla Grikkja raskar ekki hörðum veruleika valdastjórnmála.

 

 


mbl.is Hvað gera Grikkir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband