Viðskiptamódel Bónus/Hagkaupa á fákeppnismarkaði

Hluthafar Haga, sem reka Bónus/Hagkaup samstæðuna, taka inn ríkulegan hagnað í skjóli fákeppni á matvörumarkaði. Árshagnaðurinn nemur um 4 milljörðum króna.

Á fákeppnismarkaði þarf ekki að haga áhyggjur af samkeppni. Löngu viðurkennt er að meintur samkeppnisaðili Bónus, Krónan, heitir svo vegna þess að Bónus ákveður verðið og Krónan er krónunni dýrari eða þar um bil.

Ekkert samráð þarf um slíka samstillingu verðlags, aðeins ,,skilning" og örar verðmælingar hjá meintum samkeppnisaðilum til að ganga úr skugga um réttan ,,skilning."

Viðskiptamódel Haga gerir ráð fyrir um 5 prósent hagnaði af veltu. Verðlagningin miðast við það.


mbl.is Miklu meiri hækkanir en vænta mátti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær auðmannaútgáfur, 3 vinstri og 2 til hægri

Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri á auðmannaútgáfuna 365-miðla, sem hallist til Samfylkingar í pólitík en mylur þó mest undir umsvif eigandans.

Björn Ingi Hrafnsson stýrir Vefpressunni fyrir hönd auðmanna sem fela nafn og númer. Eyjan var til skamms tíma hreint vinstramálgang en fetar sig inn á miðjuna. DV er með óljósa pólitík, enda feimið við eignarhaldið.

Í landinu eru þrjár hreinar vinstriútgáfur; RÚV, Kjarninn og Stundin. Hægriútgáfurnar eru tvær; Morgunblaðið og Viðskiptablaðið.

Samantekið; hægripólitík á undir högg að sækja í íslenskum fjölmiðlum.

 


mbl.is „Ekki séns í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar hervæðast á norðurslóðum

Norðurslóðir og Atlantshaf eru meginþættir í nýrri flotastefna Rússa, samkvæmt þýska tímaritinu Spiegel. Vegna útþenslu vesturveldanna í Austur-Evrópu byggja Rússar upp styrk sinn í norðri.

Aðgangur að náttúruauðlindum í norðri er ekki síður mikilvægt keppikefli Rússa sem hyggjast byggja upp flota kjarnorkuknúinna ísbrjóta.

Á Kyrrahafi stefna Rússar að vinsamlegum samskiptum við Kínverja.

Norðurslóðir verða vettvangur hagsmunaárekstra vesturveldanna og Rússa í fyrirsjáanlegri framtíð.


Bloggfærslur 27. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband