4 fjölmiðlaveldi og smælingjar sem skipta máli

Í landinu eru fjögur fjölmiðlaveldi; Morgunblaðið, RÚV, 365-miðlar Jóns Ásgeirs og Vefpressa Björns Inga. Auk fjömiðlaveldanna eru miðlar s.s. Viðskiptablaðið, Kjarninn og Stundin með launaða blaðamenna að skrifa fréttir.

Í viðbót við þessa fjölmiðlaflóru eru eitthvað um 20 til 30 öflugir bloggarar sem reglulega birta sitt sjónarhorn á tíðindi dagsins. Þá eru ótaldir brjálæðingar sem vilja drepa mann og annan og kalla það umræðu.

Allt talið erum við nokkuð vel sett með fjölmiðla.


mbl.is Bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin og Stefán jarða ESB-aðild

Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð, segir Jón Baldin Hannibalsson. Stefán Ólafsson tekur undir orð Jóns Baldvins og sendir pillu á forystu Samfylkingar:

Ef fleiri vinstri og miðjumenn hefðu jafn skýra sýn á þjóðmálin og Jón Baldvin væru stjórnmálin á Íslandi ekki jafn andlaus og ráðvillt og nú er.

Vinstrimenn undirbúa sig undir tap í kosningunum 2017. Kannski að Eyjólfur hressist fyrir 2021.


mbl.is Fastgengisstefna eina lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægriflokkar, velferðarmál og þjóðarheimilið

Á Norðurlöndum eru hægriflokkar orðnir sterkir í velferðarmálum og hagsmunum launafólks. Helmingurinn af þingflokki Danska þjóðarflokksins, sem vann stórsigur í síðustu þingkosninum, er launafólk.

Svíþjóðardemókratarnir styrkja sig jafnt og þétt á sama grunni; gagnrýni á Evrópusambandið og flóttamenn en stuðningur við velferðamál. Í Noregi er Framfaraflokkurinn á sömu slóðum og Sannir Finnar gera það gott á austurlandamærum Norðurlanda.

Þjóðarheimilið er hugtak sem breska vinstriútgáfan Guardian notar til að útskýra vöxt og viðvang hægriflokka á grunni málefna sem vinstriflokkar sátu einir að í áratugi. Þjóðarheimilið var velferðarþjóðfélagið sem vinstriflokkarnir skópu en hættu að sinna vegna þess að þeir urðu alþjóðlegir. Evrópumál og opin landamæri urðu áhugamál vinstriflokkanna sem æ oftar var stjórnað af stétt háskólamanna án tengsla við almennt launafólk.

Þjóðarheimilið er íhaldspólitík gagnvart alþjóðavæðingu. Á Norðurlöndum, þar sem stjórnmálakerfið nýtur mesta traustsins, er pólitík þjóðarheimilisins óðum að ryðja sér rúms undir formerkjum hægriflokka. Gömlu vinstriflokkarnir eru í kreppu.

Jafnvel vonarstjörnur vinstrimanna eru orðnar veikar fyrir hugmyndum um þjóðarheimilið. Jeremy Corbyn, sem þykir róttækur and-Blairisti í breska Verkamannaflokknum, íhugar að mæla með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Þjóðarheimilið og Evrópusambandið eru andstæður.

 


Bloggfærslur 26. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband