Afþökkum grískt ábyrgðaleysi í íslenska stjórnarskrá

Á sunnudag kjósa Grikkir í þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópusambandinu. Atkvæðagreiðslan er lýðræðið uppmálað - en engu að síður tómt rugl - þar sem þjóðin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Gríska þjóðaratkvæðið er flótti stjórnmálamanna frá ábyrgð.

Ef við tækjum upp gríska aðferð til að útkljá mál væru stjórnmálamenn stikkfrí að gera hvaða vitleysu sem er í skjóli þjóðaratkvæðis. Umdeild mál væru ýmist á leið í þjóðaratkvæði eða nýkomin þaðan og á meðan ríkti stjórnleysi, líkt og í Grikklandi þessa dagana. Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn er ekki það sem Ísland þarf á að halda.

Stjórnarskrá okkar er að stofni til frá 1874 og byggir á meginsjónarmiðum frönsku byltingarinnar um opinber völd, pólitíska ábyrgð og rétt einstaklingsins. Stjórnarskráin var endurskoðuð á síðasta áratug síðustu aldar.

Við eigum ekki að endurskoða stjórnarskrána. Hrunið sýndi okkur að íslenka stjórnskipunin virkar, jafnvel þegar stóráföll dynja yfir.


mbl.is Þátttaka skipti máli í þjóðaratkvæðagreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll kveður stjórnmálin

Árni Páll Árnason er of ungur til að vera fyrrverandi formaður í nýjum flokki vinstrimanna sem verður settur saman úr rústum Samfylkingar og Vg undir formennsku Katrínar Jakobsdóttur. Með haustinu rennur upp fyrir Árna Páli að hans kraftar nýtast ekki lengur.

Í Samfylkingunni er stöðug umræða um að losna við Árna Pál. Fréttablaðið dró tjöldin frá með frétt í gær og DV fylgir í kjölfarið. Skoðanakönnun sem sýnir fylgi Samfylkingar 11,4% undirstrikar að Árni Páll er svo víðs fjarri að ná vopnum sínum að fáum dettur í hug að formaðurinn sé á vetur setjandi.

Samfylkingin endurnýjaðist ekki við síðustu kosningar og enginn innanbúðar er líklegur að taka við keflinu. Málefnastaða Samfylkingar er líka með þeim hætti að flokkurinn er ónýtt vörumerki á pólitískum markaði.

Frá því fyrir hrun er Samfylkingin búin að boða ESB-aðild sem lausn á öllum vanda Íslands. Evrópusambandið er fast í kviksyndi atvinnuleysis og samdráttar og glímir við uppdráttarsýki sem kennd er við Grexit og Brexit. Engin stjórnmálahreyfing með fullu viti gerir ESB-aðild að baráttumáli. Samfylkingin getur ekki slitið sig frá ESB-málinu enda flokkurinn ekki búinn að tala um annað í þrjú kjörtímabil.

Næsti vetur er liðssafnaður fyrir kosningaveturinn 2016/2017. Þeir vinstrimenn sem enn kunna pólitík vita að síðasti sjens til að stilla upp sigurliði er á komandi vetri. Árni Páll Árnason verður tæplega í liðinu og alls ekki fyrirliði.


Bloggfærslur 2. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband