Grikkir kyssa vöndinn

Grikkir tóku út mestan sársaukann í kreppunni þegar þeir urðu að loka bönkum og setja á peningahöft. Ábatinn er kæmi í rökréttu framhaldi væri nýr gjaldmiðill, um 30 til 50% lægri en evra, er lækkaði kostnað og gerði Grikkland samkeppnishæft á ný. Fólk fengi vinnu í stað ölmusu.

Með því að fallast á kröfur lánadrottna og Evrópusambandsins verður Grikkland í herkví evru og kreppu í fyrirsjáanlegri framtíð. Gríska ríkisstjórnin verður i reynd umboðsstjórn Brussel. Engar ákvarðanir um grísk málefni verða tekin í Aþenu án heimildar frá ESB.

Grikkir sögðu nei í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag en kyssa vöndinn á fimmtudag.

Aðild að Evrópusambandinu dregur allan þrótt úr þjóðum að standa á eigin fótum. Kannski er það einmitt tilgangurinn.


mbl.is Niðurskurðarhnífurinn reiddur til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband