Heimilin eru skólanum yfirsterkari

Skólarnir eru ráðþrota gagnvart notkun nemenda á snjalltækjum eins og símum. Börnin fá tækin heima hjá sér, allt niður í neðstu bekki grunnskóla og tæki verða snar þáttur í lífi þeirra til góðs og ills.

Það er borin von að skólarnir stýri umgengni nemenda við snjallsíma þegar heimilin gera það ekki.

Fyrir margar foreldra eru snjalltækin leið til að vera í sambandi við börnin sín. Í meðförum barna eru tækin töluvert annað og meira en foreldrasamskipti. Þar stendur hnífurinn í kúnni. 

 


mbl.is Skólarnir setji skýrar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingstjórn Steingríms J.

Með Steingrím J. Sigfússon sem forseta er komin þingstjórn á Íslandi. Án starfhæfs meirihluta er það þingforsetinn sem býr til meirihluta í hverju máli fyrir sig.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þingið lausnamiðaðra en áður og hvergi sé sjáanlegur meirihluti.

Þjóðin má vel við una. Starfsstjórnin í stjórnarráðinu sér til þess að framkvæmdavaldið gerir enga vitleysu og Steingrímur J. sér um þingsstjórnina.


Öryggishnappar til kvenna vegna fjölmenningar

Nýjársnótt í fyrra urðu þúsundir þýskra kvenna fyrir árásum karla úr múslímskum menningarheimi þar sem litið er á konur sem annars flokks borgara.

Nú á að dreifa öryggistækjum til kvenna í Austurríki til að þær geti gert aðvart þegar á þær er ráðist.

Næsta skerf í nafni fjölmenningar er að biðja konur að ganga í búrkum og fara ekki út fyrir hússins dyr nema í fylgd karlmanns úr fjölskyldunni.

 


mbl.is Sex þúsund konur fá viðvörunartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guardian um RÚV-óheppni Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð er óheppnasti þjóðarleiðtogi heimsins, segir breska útgáfan Guardian í umfjöllun um áhrif Panamaskjalanna. Óheppnin felst í því að RÚV gerði Sigmund Davíð fyrirsát, fékk hann í viðtal á fölskum forsendum, og boðaði til mótmæla á Austurvelli í beinni útsendingu. Sigmundur Davíð kom illa út í fyrirsátinni og nógu margir vildu trúa því versta upp á forsætisráðherra. RÚV bjó til og fóðraði tortryggnina með ótal fréttum.

Guardian hafði aðgang að sömu Panamaskjölum og RÚV. Niðurstaða blaðamanna Guardian er skýr og ótvíræð:

Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.

RÚV fékk nógu marga til að trúa stórglæpum upp á Sigmund Davíð og Önnu og bjó til félagsleg sannindi, byggðum á ýkjum, hálfsannleik og beinum lygum, sem leiddu til afsagnar forsætisráðherra.

Guardian dregur réttar ályktanir af RÚV-aðförinni: vegna hennar situr Ísland uppi með stjórnarkreppu.


Lygar sem félagsleg sannindi

Ef nógu margir trúa einhverju ósönnu verða til félagsleg sannindi. Töluvert margir trúðu því að Donald Trump ætti ekki verða forseti, jafnvel þótt sigraði í forsetakosningunum.

Í framhaldi urðu til þau félagslegu sannindi að Trump fengi ekki öll þau atkvæði í kjörmannaráðinu sem formlega kýs forseta.

Nú þegar félagslegu sannindin um kjörmannaatkvæðagreiðsluna eru afhjúpuð fyrir það sem þau eru, þ.e. lygar, má búast við nýjum tilbrigðum við sama stef. Til dæmis að Pútín Rússlandsforseti hafi mútað kjörmönnunum.


mbl.is Staðfestu Trump í embætti forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílsskúrssýning Landsspítala

Bílageymsla Landsspítala var vettvangur uppfærslu um að spítalinn sé ónýtur. Núna eru gangar og stofur sviðstjöld spítalans.

Þingmenn eru orðnir þreyttir á farandsýningum spítalans.

Þjóðin eflaust líka.

 


mbl.is Leiksýning á Landspítala?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð réttir RÚV sáttarhönd: óháð rannsókn

Sigmundur Davíð tekur vel í tillögu Björns Bjarnasonar um óháða rannsókn á fréttaflutningi RÚV um Framsóknarflokkinn. Á Eyjunni segir Sigmundur Davíð að ríkisrekin fréttastofa eins og RÚV búi ekki við neitt aðhald þar sem efnistök og framsetning frétta eru metin m.t.t. hlutlægni og fagmennsku.

RÚV getur ekki skákað í því skjóli að vera eins og hver annar fjölmiðill. Einkarekinn fjölmiðill getur haft sína hentisemi í áherslum og pólitík en ekki ríkisrekinn:

Áhugamenn um ákveðna stjórnmálastefnu geta stofnað fjölmiðil til að reka sína stefnu en það er ekki hægt að ríkisvaldið neyði fólk til að greiða til stofnunar án þess að tryggt sé að hún fari að lögum og gæti hlutlægni. Með því er um leið verið að veikja rekstrargrundvöll annarra fjölmiðla þannig að sérstaðan er mikil.

Það er mikilvægt að almenningur hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum um gang mála í samfélaginu en það getur ekki verið hlutverk ríkisfjölmiðils búa til fréttir og atburðaráðs og nota stoðu sína til að ná fram ákveðnum markmiðum fyrir sjálfa sig eða utanaðkomandi samstarfsmenn.

Forysta Framsóknarflokksins hefur mátt sitja undir uppnefnum starfsmanna RÚV og fáránlegum fréttaflutningi sem er hannaður til þess eins að sá fræjum tortryggni. Núna síðast efndi RÚV til óvinafagnaðar vegna 100 ára afmælis flokksins.

Óháð rannsókn á vinnubrögðum RÚV í málefnum Framsóknarflokksins er löngu tímabær.


mbl.is Bað ekki um efni viðtalsins fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslími krossfestir Rússa

Ljósmynd af dauðvona sendiherra Rússlands á sýningargólfi í höfuðborg Tyrkjaveldis eftir skotárás múslímalögreglu á frívakt verður sameiningartákn menningarheims sem nær frá Washington í vestri til Moskvu í austri.

Sendiherrann liggur eins og krossfestur á gólfinu eftir að hafa verið skotinn í bakið.

Myndmál er öllum textum ofviða. Tilræðið og ljósmyndin er stærsti pólitíski atburður ársins. Afleiðingarnar eru ófyrirséðar í smáatriðum en verða skelfilegar í heild sinni.

 


mbl.is Lögreglumaður á frívakt skotmaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði karlmennskunnar og kvennastríð

Fyrri heimsstyrjöld var að hluta viðbragð við kreppu karlmennskunnar. Langvarandi friður, fyrsta bylgja kvenvæðingar samfélagins og glataðar hugsjónir riddaramennsku vöktu löngun evrópska karla að stríða sumarið 1914. Röng beygja bílstjóra Frans Ferdínand og Soffíu í Sarajevo þótti hentug tylliástæða.

Karlarnir ætluðu að vísu að vera komnir heim fyrir jól til mömmu eða eiginkonu en stríð vilja dragast á langinn.

Þegar konur eru orðnar fangelsislimir vegna hermennsku, eins og þessi danska, á meðan karlar sitja heima í friði, er hægt að tala um dauða karlmennskunnar.

Dálkahöfundur Die Welt veltir fyrir sér hvort við lifum forstríðsdaga þessi misserin. Höfundurinn lýsir upplausn gilda kaldastríðsáranna, þegar vestræni heimurinn naut friðar í skjóli kjarnorkuógnar. Óglöggur munur sé á hryðjuverkum og ,,viðurkenndum" stríðum og aðstæður allar óskýrar án viðmiðana.

Sterkara kynið býr yfir meiri félagslegum hæfilegum en það veikara, sem er frekar einfalt og ratar illa í völundarhúsi tilverunnar með fleiri viðkomustaði en fyrir át, áfengi og kynlíf. Að sama skapi er sterkara kynið ekkert endilega marksækið. Skilgreining á endastöð er óljós, eins og allir vita sem orðið hafa vitni að konu í verslunarmiðstöð.

Kvennastríðið yfirvofandi getur ekki orðið annað en ólíkt karlahernaði. Fyrir karlinn verður lífið með orðum Hobbes: einmannalegt, fátæklegt, illkvittið, ofbeldisfullt - og stutt. Enda karlinn tilgangslaus án karlmennsku.

 

 


mbl.is Dönsk stjórnvöld sökuð um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking - þögnin um turninn sem varð hola

Samfylkingin var stofnuð um aldamótin til að verða ,,hinn turninn" í stjórnmálum - valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. Kosningasigurinn 2009, þegar flokkurinn fékk 30 prósent fylgi, gaf flokknum færi á að leiða ríkisstjórn vinstrimanna.

Þingkosningarnar 2013 skiluðu flokknum 12,9 prósent fylgi og við kosningarnar í haust var flokkurinn við það að þurrkast út af alþingi, fékk 5,7 prósent atkvæðanna.

Lítil umæða er um hrun Samfylkingarinnar og engin meðal flokksmanna. Ekkert uppgjör, engin sjónarmið um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna. Það þykir bara sjálfsagt að í tvennum kosningum verði turn að holu.


mbl.is Fylgishrun hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband