Siðlaus blaðamaður sem tálbeita - RÚV verkkaupi

Viðtalið við forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum var fyrirsát þar sem sænski blaðamaðurinn Sven Bergman var tálbeita fyrir vin sinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Sven Bergman laug að forsætisráðherra að viðtalið ætti að snúast um hrunið og endurreisnina.

Blaðamenn, sem fylgja siðareglum, gerast hvorki tálbeitur né ljúga vísvitandi nema brýnir hagsmunir séu í húfi, til dæmis að fletta ofan af barnaníði, ómanneskjulegaum aðstæðum á sjúkra- eða öldrunastofnunum og því um líkt.

Í ráðherrabústaðnum var ekki verið að afhjúpa eitt eða neitt, engar upplýsingar voru dregnar fram. Markmiðið var að láta forsætisráðherra koma illa út í viðtali. Forsætisráðherra settist í góðri trú fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar um að almennt yrði rætt um hrun og endurreisn.

Sænski sjónvarpsmaðurinn laug að forsætisráðherra um tilefni viðtalsins og hann beitti líka blekkingum - með því að geta þess ekki í upphafi að Jóhannes Kr. myndi aðstoða hann í viðtalinu. Jóhannes Kr. læddi sér inn í viðtalið eins og þjófur að nóttu og veifaði ljósritum af 5 til 7 ára gömlum skjölum og krafði forsætisráðherra svara á stundinni.

Í ritstýrðri útgáfu RÚV af fyrirsátinni kemur ekki fram að sænski blaðamaðurinn lýgur upp í opið geðið á forsætisráðherra í upphafi viðtalsins. Í útgáfu sem Aftenposten birti, kemur lygin fram svart á hvítu. RÚV vildi gera hlut forsætisráðherra sem verstan, með því að leyna alþjóð hvernig staðið var að verki.

Lygi og blekkingar héldu áfram hjá Jóhannesi og RÚV, sem var verkkaupi í aðförinni að forsætisráðherra. Því var haldið fram að skrifstofa alþingis hefði staðfest að forsætisráðherra hefði ekki farið eftir reglum um hagsmunaskráningu þingmanna. Þett er bláköld lygi. Skrifstofa alþingis veitti enga slíka staðfestingu.

RÚV ber ábyrgð á siðlausri blaðamennsku, blekkingum og lygum sem felldu forsætisráðherra Íslands. RÚV þarf að svara fyrir ábyrgð sína.

 

 


mbl.is „Dómgreind okkar var rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mér finnst að það ætti að lögsækja RÚV fyrir svona vinnubrögð en þetta var gert í pólitískum tilgangi aðeins og það vita allir. Það að andþjóðfélags sinnar nýti sér svona mál til að rægja þjóðina er eitt og sér mál.Ég er ekki að segja að þessi mál eigi ekki að fá meðferð en svona vinnubrögð eru ekki við hæfi. 

Valdimar Samúelsson, 8.4.2016 kl. 09:45

2 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála þer Páll og Valdimar Samúlssyni ..

rhansen, 8.4.2016 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband