Menntun viðskila við skólagöngu og laun

Til skamms tíma var fylgni milli skólagöngu. Almennt gátu nemendur vænst hærri launa eftir því sem þeir sátu lengur á skólabekk, þó ekki eilífðarstúdentar.

Hér í landi launajafnaðar var þessi fylgnin ekki jafn sterk og víða á vesturlöndum. Viðkvæðið varð að fólk með langa skólagöngu að baki ætti kost á áhugaverðari störfum en lítt skólagengið. Á seinni árum ber þó nýrra við; háskólafólk menntar sig í auknum mæli til atvinnuleysis.

Huggun harmi gegn er að menntun er annað og meira en skólaganga. 

Lærdómurinn fyrir ungt fólk er að velja sér skólagöngu m.t.t. löngunar í menntun en ekki launakjör. Sönn menntun er sjálfsnám, sem verður ekki stundað með árangri án áhuga. 


mbl.is Störf framtíðarinnar kalla á breytta nálgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, von og manngert veður

„Af hverju ætti hann [Trump] að vilja hitta mig; tán­ing og lofts­lagsaðgerðasinna, þegar hann trú­ir ekki á vís­ind­in sem búa að baki?“ er haft eftir Grétu Thun­berg.

Það er hægt að setja mælistiku á vísindi, ekki á trúarbrögð. Loftslagsvísindamaðurinn John Christy mældi spár IPCC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem gefur út skýrslur um loftslagsmál, og komst að þeirri niðurstöðu að spárnar stóðust ekki raunmælingar.

Spálíkön IPCC spáðu þrisvar sinnum meiri hlýnun en raunmælingar sýndu. Ef allt væri með felldu yrði ekki tekið mark á stofnun eins og IPCC. En vegna Grétu og fullorðinna samverkamanna hennar eru falsspár IPCC gerðar að trúarbrögðum.

Vísindi eru aðferð til að skilja heiminn. Trúarbrögð eru til að breyta heiminum. Hugur Grétu og samverkmanna stendur til að þvinga á heimsbyggðina trú á manngert veður. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt byrja hörmungarnar fyrir alvöru.


mbl.is „Af hverju ætti Trump að vilja hitta mig?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín mengar og mótmælir

Katrín forsætis er í New York að mómæla manngerðu veðurfari sem hlýst af mengun.

Katrín flaug til Bandaríkjanna og skildi eftir sig slóð mengunar sem nemur akstri nokkurra einkabíla í mánuð.

Glópahlýnun spyr ekki um samkvæmni.

 


mbl.is Katrín situr leiðtogafund um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri upplýsingar en færri sannindi

Við fáum ofgnótt upplýsinga, en færri sannindi. Gagnrýnin hugsun er næsti bær við samsæriskenningar. Elítur, bæði í stjórnmálum og fjölmiðlum, eiga í vök að verjast enda auðvelt að grafa undan trúverðugleika valdamanna um staðreyndum af netinu.

Á þessa leið er ítargrein í Guardian um stöðu fjölmiðlunar og sanninda í samtímanum.

Mótsögnin er sú að á sama tíma og allt er yfirfljótandi af upplýsingum sameinumst við um æ færri atriði sem við teljum góð og gild, trúum að séu sönn. Samfélög brota upp í smáhópa, hvert með sína útgáfu af sannleikanum.

Valdastofnanir i samfélaginu sáu fyrr á tíð um viðtekin sannindi. Eftir miðja síðustu öld færðist þetta vald að einhverju marki frá formlegum valdastofnunum yfir í óformlegt vald fjölmiðla. Fljótlega eftir síðustu aldamót breytti netið þessum valdahlutföllum. Á bloggi og samfélagsmiðlum urðu til ótal eins manns ritstjórnir sem skoruðu á hólm viðtekin sannindi gamla dagskrárvaldsins. Alþjóðlegar fréttir urðu innlendar. Trump og Brexit fengu meira pláss en íslenskar fréttir í hérlendum fjölmiðlum. Sambærileg þróun er víðast hvar á vesturlöndum.

Andspænis óreiðunni eru kynntar róttækar lausnir sóttar af öskuhugum sögunnar. Sósíalismi fær endurnýjun lífdaga. Til að leiðrétta manngert veðurfar, sem er mest ímyndun, skal afnema kapítalisma.

Róttækar lausnir á ímynduðum vandamálum eru uppskrift að mannlegum harmleikjum. Hreinn kynstofn nasista og áætlunarbúskapur Sovétríkjanna bættu ekki heiminn en voru svar við upplausnarástandi þegar viðurkennd gildi glötuðust.

Í samfélagsmálum ,,finnast" ekki sannindi heldur verða þau til í samskiptum á milli manna. Nú um stundir eru viðtekin sannindi á hverfandi hveli. Ný sannindi eru í deiglunni. Á meðan ríkir óvissa.

 

 

 

 

 

 


Hokkíkylfan og lofslagssvindlið

Glópahlýnunarútgáfan Guardian birtir graf frá 2008 eftir Michael Mann og félaga sem fengið hefur nafnið hokkíkylfan. Grafið á að sýna hækkun hitastigs á jörðinni 1961-1990.

Mann og félagar hafa ávallt neitað að afhenda gögnin að baki grafinu. Það eitt og sér er svindl í vísindum. Aðrir vísindamenn hafa reynt að nota fyrirliggjandi gögn en ekki fengið sömu niðurstöðu. Tilgátu Mann og félaga ætti því að hafna á vísindalegum forsendum.

Mann lögsótti einn gagnrýnanda fyrir meinyrði en tapaði.

Allt er hægt að rekja þetta samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Engu að síður er hokkíkylfu-grafið notað sem aðalsönnunargagn glópahlýnunarsinna.


mbl.is Hunsar loftslagsráðstefnuna en mætir í húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaleg mótmæli

Fullorðnir etja börnum á foræðið í mótmælum gegn ævintýrinu um manngert veður. Í gamla daga voru börn hrædd til hlýðni með sögum um álfa og tröll. Bensín og dísil eru drýsildjöflar samtímans. 

Bernskir fullorðnir og hrædd börn er póstmódernísk pólitík byggð á göbbels-lögmálinu um síbylju valdastefs þar sem sannleikurinn er í aukahlutverki.

Krakkarnir á Austurvelli verða í fyllingu tímans nógu gamlir til að skilja bernskubrekin. Þeir fullorðnu við fótstall frelishetjunnar læra ekki að skammast sín. Sumir eru einfaldlega óskammfeilnir að upplagi.


mbl.is „Við verðum öll að vakna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bítlarnir um Brexit

Eftirlifandi

Paul: Allir saman, nú.

Ringo: Látið vera.

Látnir

George: Sólskin.

John: Ekki bregðast mér.


mbl.is Bítlarnir ósammála um brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan ber vexti, evran ekki

Á Íslandi er hægt að lækka vexti til að mæta niðursveiflu. Í Evrópu er ekki hægt að beita þessu hagstjórnartæki þar sem vextir eru í núlli eða jafnvel í mínus.

Krónan er vaxtaberandi gjaldmiðill en evran ekki. Að þessu leyti er krónan eðlilegur gjaldmiðill en evran afbrigðilegur.

Hvaða stjórnmálaflokkar vilja evru í stað krónu? Jú, þeir afbrigðilegu.


mbl.is „Við erum í lagi en heimurinn ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, Katrín, glópahlýnun er ekki vísindi

„Allt sem við ger­um bygg­ir á vís­ind­um,“ sagði Katrín forsætis á alþingi um aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er rangt. Pólitíkusar og embættismenn leggja línurnar, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og ESB, vísindamenn sem standa undir nafni halda sig fjarri.

Eftir því sem rökin fyrir manngerðu veðurfari veikjast eykst trúarhiti þeirra sannfærðu, skrifar maður með vísindagráðu. Vísindamenn á sviði loftslagsmála, t.d. Roy SpencerJudith Curry og Richard Lindzen afneita trúnni sem Katrín játast. Velviljaður Dani, Björn Lomborg, sem hefur kynnt sér málin, harmar ömurlegar afleiðingar veðurfarsglópanna.

Katrín er of ung til að vera farin yfir móðuna miklu þegar spilaborg glópahlýnunar hrynur. Vísindin munu ekki hjálpa Katrínu að verja málstaðinn og trúarfólkið finnur sér óðara aðra bábilju fyrir alheimssannleik. 


mbl.is Skoðanir Miðflokksmanna í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðaklemma góða fólksins

Þegar hvítur málar sig svartan fordjarfar hann sig með kynþáttaníði, segir góða fólkið.

Helsti talsmaður góða fólksins á alþjóðavettvangi er sýndur lita sig svartan.

Góða fólkið lendir í siðaklemmu. Hvort á að fyrirgefa eða fordæma? 


mbl.is Trudeau sér eftir rasískum Aladdín-búningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband