Hægt að ganga inn í ESB, en ekki út

Innganga í Evrópusambandið er möguleg en þjóðríki sem reynir að ganga úr sambandinu er dauðans matur.

Bresk stjórnmál eru sundurtætt eftir að breska þjóðin samþykkti að ganga úr sambandinu sumarið 2016.

Evrópusambandið leggur óreiðuöflunum í Bretlandi lið og gerði landamæri Írlands og Norður-Írlands að ásteytingarsteini. Hótunin er að kljúfa Bretland, gera Norður-Írlandi ókleift að vera hluti Bretlands.

Til lengri tíma litið þjónar það ekki hagsmunum ESB að beita kúgun og yfirgangi. Þetta vita þeir ósköp vel í Brussel. En örvæntingin um fullvalda Bretlandi vegni vel utan ESB er svo mikil að öllum ráðum skal beitt til að svíða breska jörð.

 


mbl.is Bresk stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð á Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndar náttúruhamfarir: völdin til góða fólksins

Macron Frakklandsforseti er ljósberi frjálslyndra stjórnmála á vesturlöndum. Macron gerði skógarelda í Brasilíu að alþjóðlegu stórvandamáli er kallaði á yfirþjóðleg afskipti af innanríkismálum stærsta ríkis Suður-Ameríku. 

Margir fjölmiðlar á vesturlöndum tóku undir ásökun Macron um að heimili alls mannkyns stæði í ljósum logum.(Ásökun Macron varð að þjarki um útlit eiginkonu Frakklandsforseta.)

Frjálslynd stjórnmál byggja á þeirri forsendu að góða fólkið, frjálslyndir, viti betur en aðrir hvernig eigi að stjórna heiminum. Frjálslynd stjórnmál réðu ferðinni á vesturlöndum eftir seinna stríð og fram til 2016 þegar sigur Trump og Brexit settu strik í reikninginn.

Eftir 2016 reyna frjálslyndir að telja okkur trú um að alþjóðlegur vandi, loftslagsbreytingar af mannavöldum, beinlínis krefjist þess að fólk eins og Trump og niðurstaða eins og Brexit verði lýst ómarktæk og að engu hafandi.

Frjálslyndir fjölmiðlar, og þeir eru margir, taka þátt í frjálslyndu pólitíkinni. Í nokkra daga eftir útspil Macron um að eldar í Brasilíu stefndu heimsbyggðinni í hættu birtust raðfréttir í stærstu fjölmiðlum heims um að einmitt þannig væri í pottinn búið.

Ýkjur og lygi ferðast á ljóshraða en sannleikurinn er seinn á fætur. En eftir hik og heimildavinnu bárust upplýsingar um að Macron færi með fleipur: Forbes og RT tóku saman efni sem sýndu að skógareldar væru síminnkandi vandamál og heimsbyggðinni stæði engin ógna af þeim.

Þeir frjálslyndu bíða nú vongóðir eftir næstu náttúruhamförum til að að heimfæra upp á manninn og krefjast alheimsstjórnar góða fólksins. 


Bloggfærslur 8. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband