Þolendur og gerendur, sekt og sakleysi

Sá sem meiðir annan með athöfnum eða orðum er gerandi en þolandinn er sá sem meiðist.

Ef einhver er ásakaður um að vera gerandi, en er það ekki, verður meintur gerandi sjálfkrafa þolandi og meintur þolandi er orðinn að geranda.

Munurinn liggur í sekt og sakleysi. Og eins og flest fullorðið fólk veit er iðulega í samskiptum fólks fjarska erfitt að gera þar upp á milli. Þess vegna bjuggum við til kerfi, kallað réttarríkið, þar sem meginforsendan er að sérhver er saklaus uns sekt er sönnuð.

Ásökun jafngildir ekki sekt. Það þarf að sýna fram á að ásökunin sé sönn. Skrítið hve jafnaugljós atriði flækjast fyrir fólki. 


mbl.is Þolendum beri engin skylda til að stíga fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamannamótsögnin og pólitísk ríkisblaðamennska

Fyrir samfélagsmiðla þurfti blaðamann til að flytja texta frá heimild til lesenda og hlustenda. Eini vettvangurinn til að miðla textanum var fjölmiðlar. 

Samfélagsmiðlar kipptu fótunum undan bæði blaðamönnum og fjölmiðlum. Blaðamenn urðu því sem næst ónauðsynlegur milliliður milli heimilda og viðtakenda. Margar fréttir sem við lesum í fjölmiðlum eru afrit af fésbókarfærslu með fyrirsögn blaðamanns.

Eftirspurn er eftir sérþekkingu blaðamann þverr og fjölmiðlar standa höllum fæti. Mótsögnin er að textaóðum heimi eru blaðamenn lentir í stöðu prentara sem tæknin leysti af hólmi.

Blaðamennska var í öndverðu pólitísk túlkun á veruleikanum og lifði góðu lífi á dögum flokksblaða. Þessi tegund blaðamennsku er endurreist í miðlum eins og Stundinni og Kjarnanum. En þessir miðlar hanga á horriminni og biðja ríkið ásjár að niðurgreiða pólitíska blaðamennsku. Eins og það sé ekki nóg að ríkið haldi úti rammpólitísku RÚV. 

Ríkisblaðamennska jaðarmiðla bætir ekki opinbera umræðu. Jaðarmiðlarnir þvert á móti magna upp mesta ósið samfélagsmiðla; skjóta fyrst og spyrja svo.

 

 


mbl.is Verkfall blaðamanna „það eina í stöðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband