Áslaug rekur Harald með Hreini - hrunfólkið til valda

Hreinn Loftsson vill Harald ríkislögreglustjóra úr embætti. Áslaug Arna dómsmálaráðherra ræður Hrein sem aðstoðarmann.

Hreinn Loftsson var sem ungur maður aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu en gerðist handgenginn Jón Ásgeiri Baugsstjóra og gekk erinda hans gegn Davíð.

Með ráðningu Hreins veitir Áslaug Arna hrunfólkinu uppreisn æru.

Sjálfstæðisflokkurinn verður æ ljótari.


mbl.is Eydís og Hreinn aðstoða Áslaugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helga: RÚV bjargi fullveldinu

Ef RÚV fær meiri peninga frá ríkinu, skattgreiðendum, myndi Efstaleiti bjarga fullveldi þjóðarinnar. Á þessa leið er boðskapur Egils Helgasonar RÚV-ara.

Menningarlegt fullveldi þjóða er fall af pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði. Íslendingar voru landkönnuðir og skópu heimsbókmenntir þegar þegar voru sjálfs sín ráðandi frá landnámi til Gamla sáttmála. Eftir það tók eymdin við undir norskri og síðar danskri áþján og segir fátt af menningu yfir höfuð, menn hættu meira að segja að skrifa annála, nenntu ekki menningu.

Menningarleg endurreisn hófst á 19. öld og var samtvinnuð sjálfstæðisbaráttunni. Þjóð sem getur, gerir.

Ef Egill Helga og RÚV hefðu fengið að ráða með kratískum félögum væri Ísland hjálenda Evrópusambandsins og íslensk menning álíka burðug og reisn ESB-sinna.

Heldur héralegt er það af RÚV-urum að bjóðast til að bjarga menningunni gegn greiðslu, auðvitað, þegar Efstaleitið kennir ár og síð að Ísland sómi sér sem hjálenda. Menning hjálendunnar er hjárænuleg. Það gefur augaleið.


Hálfvitaháttur úr hruni lifir enn

Miður gefna fólkið trúði að stjórnarskráin væri hrunvaldur og vildi nýja.

Stjórnarskráin er að stofni til frá 1874 og fylgdi þjóðinni frá fátækt til ríkidæmis, var ramminn um heildarlöggjöf okkar. 

Stjórnarskráin hefur álíka mikið með hrunið að gera og veðurfarið.

Samt er teygt á lopanum í hálfvitahættinum og búið til ferli að breyta grunnlögum þjóðarinnar vegna taugaveiklunarræpu fáeinna.

Er ekki mál að linni?


mbl.is Fleiri ánægð með stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband