Þingkosningar um orkumál, auðlindir þjóðarinnar

Orkumál og yfirráð þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum sínum verður fyrirsjáanlega aðalmál næstu þingkosninga.

Ekki er lengra í næstu þingkosningar en hálf annað ár eða vorið 2021 og fyrr ef ríkisstjórnin springur.

Orkupakki þrjú vakti þjóðina til vitundar um að yfirgangi Evrópusambandsins verður að mæta af festu. Í framhaldi þarf að skipta út 46 þingmönnum sem beygðu sig í duftið fyrir ESB.


mbl.is Næsta orkupakkaumræða í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri rök fyrir ESB-umsókn en orkupakka 3

Þegar alþingi samþykkti ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009 var rökstuðningurinn betri en þau rök sem fylgdu samþykkt 3. orkupakkans.

,,Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði málið snú­ast um þátt­töku í EES-samn­ingn­um," segir í viðtengdri frétt.

,,Við erum hrædd," er annað orðalag yfir sömu hugsun. 

Hrædd við hvað? Hrædd við að standa á eigin fótum og hafa íslenskt forræði yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar.

Þeir 46 þingmenn sem samþykktu orkupakka þrjú eiga ekkert erindi á alþingi Íslendinga.


mbl.is Þriðji orkupakkinn samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur gefst upp á sjálfstæðinu

Sjálfstæðisflokkurinn þiggur nafn sitt frá arfi Jóns Sigurðssonar sem frá miðri 19. öld talaði fyrir flutningi framkvæmdavalds frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. 

Í dag talar Sjálfstæðisflokkurinn fyrir flutningi framkvæmdavalds frá Reykjavik til Brussel.

Flokkur sem gefst upp á tilgangi sínum er til einskins nýtur.

 


mbl.is Skora á þingheim að hafna pakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband