Þórður á Kjarnanum: rasismi að gera kröfu um íslensku

Jón Magnússon lögmaður setti fram það sjónarmið að útlendingar ættu að læra íslensku. Óðara sakaði Þórður Snær ritstjóri Kjarnans Jón um rasisma.

Í endursögn Eyjunnar er vitnað í Þórð: ,,Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 26.244. En rasismi spyr ekki um staðreyndir."

Flestir útlendingar sem hingað koma eru hvítir Austur-Evrópubúar. Að kenna það við kynþáttaníð að þeir læri íslensku er langsótt. Í kynþáttafræðum eru Íslendingar og Pólverjar sama kynið.

En góða fólkið lætur ekki staðreyndir aftra sér frá formælingum um mann og annan.

 


Áslaug A. og lægra suðumark óánægju

Áslaug Arna er dómsmálaráðherra eftir að tókst að framkalla óánægju með störf forvera hennar, Sigríðar Á Andersen. Núna sýður í óánægjuröddum með ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna kallar hann á teppið.

Suðumark óánægju lækkar hin síðari ár. Tvær skýringar eru nærtækar, önnur almenn en hin sértæk. Almenna skýringin er sú að til muna er auðveldara en áður að koma óánægjunni á framfær. Fjölmiðlar birta gagnrýnislaust allt sem að þeim er rétt og kalla það fréttir. Samfélagsmiðlar margfalda áhrif falsfréttanna.

Sértækari skýringin er að með hruninu tapaðist tiltrú á stjórnvöld. Í andrúmslofti vantrausts er auðvelt er að magna upp óánægju og spila á þá mannlegu kennd að eyru fýsir illt að heyra. Og þegar einhver tapar stöðu sinni en annar sem fær. Áslaug Arna ætti að vita það manna best.

Ríkislögreglustjóramálið er prófsteinn á ráðherradóm Áslaugar Örnu. Ef hún gefur eftir hannaðri óánægju festir hún sig í sessi sem samfylkingarráðherra.  


mbl.is Ræddu opinskátt um stöðu lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnahlé í orkupakkamálinu, Björn, ekki uppgjöf

3. orkupakki ESB var samþykktur á alþingi fyrir tveim vikum. Andstæðingar tölu orkupakkann fela í sér framsal fullveldis og veita ESB íhlutunarrétt í íslensk mál, s.s. hvort sæstrengur skyldi lagður.

Stuðningsmenn orkupakkans töldu hann vera smámál, tæknilegt útfærsluatriði. 

Reynslan leiðir í ljós hvorir hafi rétt fyrir sér. ESB-ríkin samþykktu orkupakka þrjú fyrir tíu árum. Belgía fékk á sig málssókn í sumar fyrir að innleiða orkupakkann ekki rétt. Tíu ára reynslutími er eðlilegt viðmið.

Björn Bjarnason er sá maður utan alþingis og ríkisstjórnar sem ötulast barðist fyrir orkupakkanum. Í pistli segir hann engar umræður um orkusakkan á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins til marks um að andstaðan við pakkann hafi verið stormur í vatnsglasi.

Ekki er það svo, Björn. Hættan á erlendri ásælni í náttúruauðlindir Íslands eru fyrir hendi og orkupakkann fremur hvetur en letur fjárfesta. Við skulum sjá hvernig raforkumálum þjóðarinnar reiðir af næstu árin.


Bloggfærslur 16. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband