Meiri upplýsingar en færri sannindi

Við fáum ofgnótt upplýsinga, en færri sannindi. Gagnrýnin hugsun er næsti bær við samsæriskenningar. Elítur, bæði í stjórnmálum og fjölmiðlum, eiga í vök að verjast enda auðvelt að grafa undan trúverðugleika valdamanna um staðreyndum af netinu.

Á þessa leið er ítargrein í Guardian um stöðu fjölmiðlunar og sanninda í samtímanum.

Mótsögnin er sú að á sama tíma og allt er yfirfljótandi af upplýsingum sameinumst við um æ færri atriði sem við teljum góð og gild, trúum að séu sönn. Samfélög brota upp í smáhópa, hvert með sína útgáfu af sannleikanum.

Valdastofnanir i samfélaginu sáu fyrr á tíð um viðtekin sannindi. Eftir miðja síðustu öld færðist þetta vald að einhverju marki frá formlegum valdastofnunum yfir í óformlegt vald fjölmiðla. Fljótlega eftir síðustu aldamót breytti netið þessum valdahlutföllum. Á bloggi og samfélagsmiðlum urðu til ótal eins manns ritstjórnir sem skoruðu á hólm viðtekin sannindi gamla dagskrárvaldsins. Alþjóðlegar fréttir urðu innlendar. Trump og Brexit fengu meira pláss en íslenskar fréttir í hérlendum fjölmiðlum. Sambærileg þróun er víðast hvar á vesturlöndum.

Andspænis óreiðunni eru kynntar róttækar lausnir sóttar af öskuhugum sögunnar. Sósíalismi fær endurnýjun lífdaga. Til að leiðrétta manngert veðurfar, sem er mest ímyndun, skal afnema kapítalisma.

Róttækar lausnir á ímynduðum vandamálum eru uppskrift að mannlegum harmleikjum. Hreinn kynstofn nasista og áætlunarbúskapur Sovétríkjanna bættu ekki heiminn en voru svar við upplausnarástandi þegar viðurkennd gildi glötuðust.

Í samfélagsmálum ,,finnast" ekki sannindi heldur verða þau til í samskiptum á milli manna. Nú um stundir eru viðtekin sannindi á hverfandi hveli. Ný sannindi eru í deiglunni. Á meðan ríkir óvissa.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alveg hárétt. Fólk samþykkir allt frekar en að segja "ég skil ekki" en efi og að trúa á samsæri er nálægt því að vera samheiti þessa daganna. Auk þess sem fólk finnst leiðinlegt að vera álitið heimskt. 

Stjórnmálamenn eru verstir. Þeir sitja skjálfandi eins og lauf á þingi og afgreiða öll mál eftir því sem vindar blása erlendis frá en hafa ekki hugmynd af hverju. Þeir þorðu ekki að spyrja, t.d. út í Orkapakkann. 

Þegar fréttamaður botnar ekki upp né niður í stórasannleik viðmælanda frá virðulegri alþjóðastofnun sem getur ekki útskýrt hlutina á mannamáli en eyðir mestum hluta viðtalsins í staglkenndar staðreyndaupptalningar sem engu máli skipta. Og fullyrðir svo að virtir vísindamenn um allan heim séu búnir að fara yfir "rausið" og gefa því A plús enda er velferð mannkyns í húfi. 

Benedikt Halldórsson, 22.9.2019 kl. 16:30

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Árið 2013 fór Micahael E Mann í viðtali á RÚV. 

Þóra: Við ættum að byrja á því að benda á bleika fílinn sem er hin stöðuga gagnrýni á loftlagsfræðinga - að fullvissa sé fyrir loflagsbreytingunum og að þær séu vegna athafna mannsins. Geturðu í örfáum orðum sannfært okkur i örfáum orðum um þetta? 

Mann: Alþjóðanefndin um loflagsbreytingar sendi frá sér núverið fimmtu matsskýrsluna; þetta er fimmta skýrslan sem hún hefur samið á undanförnum áratugum. Hún byggist á þúsundum ritrýndra fræðigreina eftir hundruð vísindamanna í fremstu röð um allan heim. Þetta er gullfóturinn þegar kemur að því að meta vísindalegar sannanir fyrir loftlagsbreytingum og niðurstaða þeirra í þessari skýrslu er sú mest afgerandi til þessa. Nefndin segir að það sé afar líklegt, - fyrir fimm árum var hún reiðubúin að segja mjög líklega - en segja nú að það sé afar líklegt að hlýnunin sé að mestu leiti af okkar völdum s.l. hálfa öld og þar af auki tengir Alþjóðanefndin í fyrsta sinn við breytingar sem við sjáum nú þegar við á yfirborði heimshafanna, við bráðnun íss um allan heim og öfgakenndara veðurfar ýmiskonar. Og það er eignað með all öruggri vissu loftslagsbreytingum af völdum mannsins. Hlýnun jarðar vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og aukningar á gróðurhúsaloftegundum í andrúmsloftinu og svo allra breytinganna sem því fylgir í veðurfari. Breytt úrkomumynstur, breytileg þurrkatímabil. Breytt veðurfar hér á Íslandi og um allan heim

Þóra: En það er samt einhver tregða; eins og þú segir þá breytist það úr mjög líklega yfir í afar líklega en við getum ekki sagt það með fullri vissu. En staðreyndin er að vísindamenn segja að við verðum að gera eitthvað strax. Af hverju þegar að gerist svona hægt? Hve mikilvægt er þetta og hvað þurfum við að gera?

Mann: Breytingarnar eru bara mjög hægar út frá ákveðnum mælikvörðum. T.d, hækkun yfirborðs sjávar. Fram til þessa hefur hún...Hún er talsvert minni en metri. En við vitum með því að skoða loftslag fyrri tíðar og svo með því að skoða spár loftslagslíkana að hækkun sjávarborðs verður mun meira á næstu áratugum svo að við sjáum nú bara toppinn á ísjakanum. Fram til þessa höfum við aðeins séð toppinn á ísjakanum en við vitum að vitum að mun meira af jakanum er undir yfirborðinu. Og það kemur í ljós. Það verða mun meiri breytingar á lofslaginu á komandi árum; nú þegar sjáum við mun meiri og tíðari öfgar í veðurfari en áður. Hitamet eru sleginn um allan heim og mun tíðar en fyrir nokkrum áratugum. Við verðum vitni að afar öflugum fellibyljum eins og fellibylnum Sandy sem skall á Austurströnd   Bandaríkjanna fyrir ári. Við sjáum öflugri óveður og flóð sem fylgja þeim. Einnig eru þurrkar meiri áberandi á stórum landssvæðum í Bandaríkjunum og tíðari skógarelda samfara öfgum í hitafari og þurrkum. Svo við höfum nú þegar fyrir augum skaðann af lofslagsbreytingum. 

Benedikt Halldórsson, 22.9.2019 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband