Föstudagur, 21. ágúst 2020
Pólitík og farsótt
Marga klæjar í fingurna að gera pólitík úr sóttvörninni. Sumir af því þeir eru í pólitík og langar að slá keilur, aðrir vegna fjárhagslegra hagsmuna og fáeinir í nafni hugsjóna.
Síðustu daga varð þeim nokkuð ágengt, sem vilja gera pólitík úr sóttvörnum. En svo kom veruleikinn til skjalanna, öll ríkisstjórnin í smithættu og púff - pólitískar æfingar urðu hjákátlegar.
Á meðan almennt samkomulag er um að kórónuveiran sé skæð ætti fólk að láta pólitíkina lönd og leið og stunda heilbrigða skynsemi.
Nálgunin á Íslandi er að með ströngu landamæraeftirliti og mildum aðgerðum innanlands sé hægt að ná tökum á veirunni. Það er heilbrigð skynsemi.
![]() |
Svartsýnni spá en fyrir viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. ágúst 2020
Klúður, Kata
Ekki var klókt að halda ríkisstjórnarsamsæti á ferðamannastað, Katrín.
Ferðamenn fara víða, annars eru þeir ekki ferðamenn, og þar með eykst smithætta á stöðum sem þeir dvelja.
Það er eins og ríkisstjórnin fatti ekki alveg eigin reglur og varúð.
En vonandi smitist þið ekki, Kata, og ábyggilega lærið þið af reynslunni.
![]() |
Ég er bara farin heim til mín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. ágúst 2020
Ekki borgaraleg réttindi að smita aðra
Sóttvarnir eru til að einn smiti ekki annan. Á meðan farsótt geisar er einfalt að mæla árangur sóttvarna, þ.e. hvort fleiri eða færri smitast.
Kórónuveiran er almennt talin alvarleg farsótt. Um það vitna ráðstafanir stjórnvalda víða um heim. Útfærslan á sóttvörnum tekur mið af staðbundnum aðstæðum, sem vonlegt er. En þær sóttvarnir eru ekki til sem þrengja ekki að hegðun og háttu fólks í daglegu lífi.
Það er þegnskapur að leggja sitt af mörkum til að vinna bug á óværunni.
Í alvarlegri farsótt eru það ekki borgaraleg réttindi að smita aðra.
![]() |
Þrengt að borgaralegum réttindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2020
RÚV: Helgi lýgur eða Stefán
Gögn sem voru eina tilefni aðfarar RÚV að Samherja eru ekki til á Efstaleiti, segir Stefán útvarpsstjóri.
Helgi Seljan er aftur til á upptöku (6:45) þar sem hann segist hafa tekið ljósrit af gögnunum.
RÚV er með allt niðurm sig í Samherjamálinu.
![]() |
RÚV ekki með gögnin um Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2020
Réttlæti og ofbeldi - vinstri og hægri
Í réttlátu samfélagi er sérhver dæmdur eftir hver hann er ekki ekki eftir húðlit, kyni eða öðrum ytri einkennum. Þetta eru skilaboðin í einni merkustu ræðu eins merkasta mannréttindafrömuðar seinni ára, Martin Lúter King.
Við erum það sem við gerum, burtséð frá vaxtarlagi okkar, húðlit, kyni og öðrum líkamlegum einkennum. Fæstir eru algóðir eða alvondir.
Hægrimenn almennt taka ofanritað sem gefnum hlut. Vinstrimenn á hinn bóginn eru hallir undir það sem á ensku kallast ,,identity politics" og mætti kalla sjálfhverfustjórnmál. Ýmis einkenni, líkamleg eð huglæg, s.s. hörundslitur, kyn, trúarsannfæring, kynhneigð eru þar í forgrunni.
Fylgifiskur sjálfhverfustjórnmála er átakamenning. Litið er á samfélagið sem vettvang ofbeldis sem hverfist um völd fárra og kúgun fjöldans. Sjálfhverfustjórnmál urðu vinsæl meðal vinstrimanna þegar marxisma þraut örendið á síðustu öld.
Sjálfhverfustjórnmál og réttlátt samfélag eru andstæður.
![]() |
Ekkert bóluefni til við rasisma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. ágúst 2020
Harðstjórar eða stjórnleysi; Trump og ESB
Vesturlönd standa einatt frammi fyrir sama vanda þegar harðstjórar eiga í hlut. Hvort er skárra að leyfa harðstjóranum að fara sínu fram og sjá í gegnum fingur sér þótt kosningar, löggjöf og dómstólar séu ekki upp á vestræna háttu eða styðja byltingu, sem oftar en ekki leiðir til stjórnleysis og blóðsúthellinga?
Ef vestræn ríki styðja byltingu bera þau ábyrgð á niðurstöðunni, sem einatt er sýnu verri en harðstjórnin mælt í mannslífum.
Byltingar leiða bæði fram það besta og versta í mannkindinni. Í húfi er grunnskipulag samfélagsins og fyrir það er fólk tilbúið að deyja og drepa.
Eftir algjörlega misheppnuð byltingarævintýri í miðausturlöndum og Úkraínu á þessari öld héldu vestræn ríki að mestu að sér höndunum þegar tækifæri gafst til að steypa meintum harðstjóra í Venesúela. Þar er um að ræða bakgarð Bandaríkjanna og Trump reyndist hófstilltur.
Hvíta-Rússland er í bakgarði Rússlands. Evrópusambandið er aftur herskátt og vill gera byltingu. Í kaupbæti versna samskiptin við Rússa og það þéttir raðirnar í Brussel. Ekkert sameinar hraðar og betur en sameiginlegur óvinur.
![]() |
ESB viðurkennir ekki kjör Lúkasjenkós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19. ágúst 2020
Alþjóðaveiran og landvarnir
Farsóttarvörn er landvörn, skrifaði alþjóðasinnaður vinstrimaður á fésbók. Hitti þar naglann á höfuðið. Kórónuveiran er alþjóðleg en varnir gegn henni eru allar staðbundnar.
Veiran styrkir þjóðríkið meira en nokkur annar atburður í seinni tíma heimssögu.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott.
![]() |
Landamærafyrirkomulag muni vara lengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2020
Vont mál, Þórdís
Eitt er að fara út með vinkonum, og virða ekki 2 metra regluna, annað er þegar ráðherra er grunaður að þiggja verðmæti frá fyrirtækjum sem búa við stjórnvaldsákvarðanir sama ráðherra.
Vinkona Þórdísar ferðamálaráðherra segir að ráðherra hafi borgað fyrir allt sitt, þótt vinkonurnar hafi sumar fengið ókeypis gæði frá hótelhaldara.
Þórdís verður krafin um kvittun eða að hún sýni með færslu af reikningi sínum að hún hafi í raun og sann borgað fyrir sig.
Ef vöflur koma á ráðherra verður vont mál verulega slæmt.
![]() |
Vinkvennaferð að hluta í boði Icelandair Hotel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2020
Trump er lýðræðið
Trump fékk sigur 2016 sakir lýðhylli. Bandaríkjamenn kusu mann til að stokka upp valdakerfið í Washington.
Mótframbjóðandi Trump í nóvember er Joe Biden, sem geymdur er í kjallara enda er hann elliær; sagði við þeldökkan viðmælanda að blökkumenn væru ekki þeldökkir nema þeir kysu Demókrata.
Ef Bandaríkin taka Biden fram yfir Trump er lýðræðið komið ofan í kjallara. Kannski best geymt þar.
![]() |
Donald Trump er rangur forseti fyrir land okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. ágúst 2020
Ómaklega vegið að Þórdísi
Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var af Þórdísi ferðamálaráðherra, sem hitti vinkonur sínar og gætti ekki að tveggja metra reglunni. RÚV telur okkur trú um að þetta sé mikilvægasta atriðið í lýðveldinu hádegið 17. ágúst.
Svo er ekki.
Víst mátti Þórdís gæta betur að 2 metrum milli sín og vina sinna. En vangáin er ekki stórkostleg.
Sóttvarnir eru í þágu samfélagsins, ekki til að lemja fólk í hausinn með.
![]() |
Þetta hafi verið óheppilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)