Vont mál, Þórdís

Eitt er að fara út með vinkonum, og virða ekki 2 metra regluna, annað er þegar ráðherra er grunaður að þiggja verðmæti frá fyrirtækjum sem búa við stjórnvaldsákvarðanir sama ráðherra.

Vinkona Þórdísar ferðamálaráðherra segir að ráðherra hafi borgað fyrir allt sitt, þótt vinkonurnar hafi sumar fengið ókeypis gæði frá hótelhaldara.

Þórdís verður krafin um kvittun eða að hún sýni með færslu af reikningi sínum að hún hafi í raun og sann borgað fyrir sig.

Ef vöflur koma á ráðherra verður vont mál verulega slæmt.


mbl.is Vinkvennaferð að hluta í boði Icelandair Hotel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Getur orðið erfitt fyrir ráðherrann.  Venjan er að sú þegar hópur fer saman út að borða á veitingastað að þá er skrifaður einn reikningur fyrir borðið og allir leggja í púkk, venjulega með seðlum.  Jafnvel borgar einn aðili með korti og hinir sem ekki hafa reiðufé, endurgreiða viðkomandi með bankamillifærslu. 
Hvers konar rugl er þetta eiginlega orðið?  Býst ekki við að veitingastaðirnir sem berjast nú í bökkum græði neitt á þessu fári.

Kolbrún Hilmars, 18.8.2020 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband