Ekki borgaraleg réttindi að smita aðra

Sóttvarnir eru til að einn smiti ekki annan. Á meðan farsótt geisar er einfalt að mæla árangur sóttvarna, þ.e. hvort fleiri eða færri smitast.

Kórónuveiran er almennt talin alvarleg farsótt. Um það vitna ráðstafanir stjórnvalda víða um heim. Útfærslan á sóttvörnum tekur mið af staðbundnum aðstæðum, sem vonlegt er. En þær sóttvarnir eru ekki til sem þrengja ekki að hegðun og háttu fólks í daglegu lífi.

Það er þegnskapur að leggja sitt af mörkum til að vinna bug á óværunni.

Í alvarlegri farsótt eru það ekki borgaraleg réttindi að smita aðra.

 


mbl.is Þrengt að borgaralegum réttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þinn réttur til að fara út að keyra gerir mig útsettan fyrr að látast í umferðslysi.

Minn réttur til fara til vinnu gerir þá sem á vegi mínum verð útsetta fyrri smiti frá mér, hvort sem það er bólusótt eða eitthvað annað.

Þetta er því bara spurning um áhættu og mat, sem allt er út og suður í þessu.

Guðmundur Jónsson, 21.8.2020 kl. 11:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú málið, lífið er stórhættulegt og slys,veikindi eða dauði getur leynst við hvert skref.  Reynt er þó að draga úr áhættunni eins og hægt er, sóttvarnir eru einmitt til þess ætlaðar.  Líkt og umferðarljós og hámarkshraði í umferðinni. 

Kolbrún Hilmars, 21.8.2020 kl. 12:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þinn réttur til að fara út að keyra gerir mig útsettan fyrr að látast í umferðslysi."

Þess vegna er tryggingarskylda á ökutækjum, nafni.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2020 kl. 13:01

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega Guðmundur. Það má reikna með að einn af hverjum þúsund sem fá flensu deyi úr henni. Smitið berst með samskiptum milli fólks. Eru það þá ekki borgaraleg réttindi að eiga samskipti við aðra vegna þess að mögulega geta þau leitt til þess að einhver látist úr flensu? 

Þorsteinn Siglaugsson, 22.8.2020 kl. 10:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn. Ég var nú bara að benda á að notkun ökutækja er tryggingarskyld einmitt vegna þess að hún er áhættusöm.

Smit getur borist með samskiptum milli fólks þar sem það hittist í návígi og þess vegna er mikilvægt að vanda slík samskipti, eftir aðstæðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2020 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband