Réttlæti og ofbeldi - vinstri og hægri

Í réttlátu samfélagi er sérhver dæmdur eftir hver hann er ekki ekki eftir húðlit, kyni eða öðrum ytri einkennum. Þetta eru skilaboðin í einni merkustu ræðu eins merkasta mannréttindafrömuðar seinni ára, Martin Lúter King.

Við erum það sem við gerum, burtséð frá vaxtarlagi okkar, húðlit, kyni og öðrum líkamlegum einkennum. Fæstir eru algóðir eða alvondir.

Hægrimenn almennt taka ofanritað sem gefnum hlut. Vinstrimenn á hinn bóginn eru hallir undir það sem á ensku kallast ,,identity politics" og mætti kalla sjálfhverfustjórnmál. Ýmis einkenni, líkamleg eð huglæg, s.s. hörundslitur, kyn, trúarsannfæring, kynhneigð eru þar í forgrunni.

Fylgifiskur sjálfhverfustjórnmála er átakamenning. Litið er á samfélagið sem vettvang ofbeldis sem hverfist um völd fárra og kúgun fjöldans. Sjálfhverfustjórnmál urðu vinsæl meðal vinstrimanna þegar marxisma þraut örendið á síðustu öld.

Sjálfhverfustjórnmál og réttlátt samfélag eru andstæður. 

 


mbl.is „Ekkert bóluefni til við rasisma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband