Harðstjórar eða stjórnleysi; Trump og ESB

Vesturlönd standa einatt frammi fyrir sama vanda þegar harðstjórar eiga í hlut. Hvort er skárra að leyfa harðstjóranum að fara sínu fram og sjá í gegnum fingur sér þótt kosningar, löggjöf og dómstólar séu ekki upp á vestræna háttu eða styðja byltingu, sem oftar en ekki leiðir til stjórnleysis og blóðsúthellinga?

Ef vestræn ríki styðja byltingu bera þau ábyrgð á niðurstöðunni, sem einatt er sýnu verri en harðstjórnin mælt í mannslífum.

Byltingar leiða bæði fram það besta og versta í mannkindinni. Í húfi er grunnskipulag samfélagsins og fyrir það er fólk tilbúið að deyja og drepa.

Eftir algjörlega misheppnuð byltingarævintýri í miðausturlöndum og Úkraínu á þessari öld héldu vestræn ríki að mestu að sér höndunum þegar tækifæri gafst til að steypa meintum harðstjóra í Venesúela. Þar er um að ræða bakgarð Bandaríkjanna og Trump reyndist hófstilltur. 

Hvíta-Rússland er í bakgarði Rússlands. Evrópusambandið er aftur herskátt og vill gera byltingu. Í kaupbæti versna samskiptin við Rússa og það þéttir raðirnar í Brussel. Ekkert sameinar hraðar og betur en sameiginlegur óvinur.


mbl.is ESB viðurkennir ekki kjör Lúkasjenkós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur góður Páll.

Þú ert jafnvel að verða djúpvitur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.8.2020 kl. 15:31

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

ESB tekst eflaust að finna upp refsiaðgerðir með alskyns undanþágum fyrir Þýzkaland en afar slæm áhrif á viðskipti Íslands einsog þeim tókst að gera vegna Krímsskagans.

Nú reynir á hvort Gulli hegðar sér einsog Gunnar Bragi

Grímur Kjartansson, 19.8.2020 kl. 16:00

3 Smámynd: Hörður Þormar

Èg hlustaði í dag á Útvarp Sögu, á viðtal Péturs Gunnlaugssonar við Hauk Hauksson í Moskvu.

Mér skildist að Rússar óttuðust "yfirgang" EU, og þá sérstaklega Pólverja. Pólverjar hefðu nefnilega í hyggju að endurreisa sitt forna veldi og leggja Hvíta-Rússland og jafnvel Úkrainu undir sig. Þetta þótti mér merkilegt og jafnframt "ógnvænlegt", vitandi af 20 þúsund Pólverjum á Íslandisurprised

Það kom fram hjá Pétri að fleiri hefðu verið drepnir í óeirðunum í Frakklandi síðastl. vetur heldur en í Hvíta Rússlandi, núna um daginn. Er Macron Frakklandsforseti kannski meiri harðstjóri heldur en Alexander Lukashenko? Svo að ég minnist nú ekki á "ljúflinginn", hann Pútín "okkar"innocent.

Ég mæli með þessu viðtali.

Hörður Þormar, 19.8.2020 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband