Af gefa líf sitt og taka önnur; ekki sami hluturinn

Sérhver er gefur líf sitt málstað eða æðri köllun í þágu réttlætis, mannúðar eða jafnvel trúar sýnir mannkosti. Vel að merkja; ef viðkomandi fórnar eigin lífi en ekki annarra. Það eru ekki mannkostir að klæðast sprengjubelti og ganga inn í mannþröng til að drepa sjálfan sig og fjölda annarra.

Móðir mín, morðinginn er yfirskrift Spiegel-viðtals við Bettínu Röhl, dóttur borgarskæruliðans Úlriku Meinhof. Eftir erfiðan skilnað ákvað Meinhof yfirgefa barnungar dætur sinar og ganga til liðs við sósíalíska öfgahópa í Vestur-Þýskalandi og leggja drög að byltingu með því að drepa mann og annan. Ásamt félögum sínum féll Meinhof fyrir eigin hendi og fær þessi eftirmæli frá dóttur sinni.

Það er margur málstaðurinn í heiminum sem má deyja fyrir. En til að réttlæta mann sem drepur mann er ekki nóg að vísa í málstað, réttlæti eða trú - hvað þá mannúð. Sá sem drepur annan mann þarf, þegar kurlin koma öll til grafar, að geta sagt; það var annað tveggja að ég yrði drepinn eða ég dræpi. Ungt fólk á vesturlöndum sem ferðast til átakasvæða og taka þar upp vopn mætti hafa þetta í huga.

  


mbl.is Vildi sýna öll sín dýrmætustu gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur hinn nýi Davíð

Samfylkingin eignast í Degi Bergþórusyni vinstriútgáfu af Davíð Oddssyni. Með pennastriki veitir borgarkonungurinn kosningarétt lýðræðislega sveltum og hrjáðum ungmennum 16-18 ára.

Í stíl forræðishyggju vinstrimanna munu foreldrar ólögráða ungmenna hafa hönd í bagga með atkvæðagreiðslu barna sinna. Þar gaf formaður Samfylkingar, Logi Einarsson, tóninn við nýliðnar þingkosningar er hann tók ólögráða dóttur sína með í kjörklefann.

Á páskadag 1. apríl  er borðið dekkað fyrir Dag konung vinstrimanna og ólögráða æskulýðsbyltinguna síðustu helgina í maí. Við lifum sannarlega frásagnarverða tíma.


mbl.is 16-18 ára fá að kjósa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, Pútín og nýríkir auðmenn

Jeff Bezos er nýríkur auðmaður með pólitískan metnað. Hann stofnaði Amazon og kaupir sér pólitísk völd í gegnum Washington Post. Trump forseti snýst gegn Bezos og gagnrýnir hann fyrir skattaundanskot.

Um aldamótin var Mikhail Khodorkovsky mestur auðmanna í Rússlandi. Líkt og aðrir auðmenn þar í landi var féþúfa Khodorkovsky ríkiseigur sem seldar voru á tombóluprís til útvaldra árin eftir hrun Sovétríkjanna. Khodorkovsky var einnig með pólitískan metnað, gaf til kynna að hann yrði forsetaframbjóðandi 2008. En aldamótaárið sjálft var Pútín forseti kominn á vettvang og gerði Khodorkovsky að blóraböggli fyrir spillt auðræði í Rússlandi.

Pólitískt kjörnir forsetar hafa það sem auðmenn skortir, umboð kjósenda til að standa vörð um almannahagsmuni. Trump er ekki með þau tök á ríkisvaldinu í Bandaríkjunum sem Pútin hefur í Rússlandi. Bezos er að því leytinu í betri stöðu en Khodorkovsky. 


mbl.is Trump ræðst gegn Amazon á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband