Af gefa líf sitt og taka önnur; ekki sami hluturinn

Sérhver er gefur líf sitt málstað eða æðri köllun í þágu réttlætis, mannúðar eða jafnvel trúar sýnir mannkosti. Vel að merkja; ef viðkomandi fórnar eigin lífi en ekki annarra. Það eru ekki mannkostir að klæðast sprengjubelti og ganga inn í mannþröng til að drepa sjálfan sig og fjölda annarra.

Móðir mín, morðinginn er yfirskrift Spiegel-viðtals við Bettínu Röhl, dóttur borgarskæruliðans Úlriku Meinhof. Eftir erfiðan skilnað ákvað Meinhof yfirgefa barnungar dætur sinar og ganga til liðs við sósíalíska öfgahópa í Vestur-Þýskalandi og leggja drög að byltingu með því að drepa mann og annan. Ásamt félögum sínum féll Meinhof fyrir eigin hendi og fær þessi eftirmæli frá dóttur sinni.

Það er margur málstaðurinn í heiminum sem má deyja fyrir. En til að réttlæta mann sem drepur mann er ekki nóg að vísa í málstað, réttlæti eða trú - hvað þá mannúð. Sá sem drepur annan mann þarf, þegar kurlin koma öll til grafar, að geta sagt; það var annað tveggja að ég yrði drepinn eða ég dræpi. Ungt fólk á vesturlöndum sem ferðast til átakasvæða og taka þar upp vopn mætti hafa þetta í huga.

  


mbl.is Vildi sýna öll sín dýrmætustu gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sko, hvað er svo mikill mannkostur að "fórna eigi lífi fyrir málstaðinn", og hvað er "mannúð, trú eða réttlæti". Vinsamlega skilgreindu orðið "réttlæti", og síðan "mannúð" og "trú".  Og þegar þú segir "fórna sér", hver er munurinn að standa og láta drepa sig og sjálfsvígi?  Er það ekki að "fórna" sjálfum sér "fyrir sína", að hlaupa með sprengjubelti um sig og sprengja óvini sína í loftup þar sem þeir eru?

Hér er verið að "dansa" með orð og leika sér með "semantics". Þetta kallast semantics.  Svona svipað og umræðan um "umskurð". Segjum að Ísland "banni" umskurð, heldurðu að líði á löngu áður en EU, SÞ eða aðrir þvingi Ísland í að "líta í hina áttina" á meðan umskurðir eiga sér stað?

Er það réttlæti, að "sumir" megi lymlesta fólk ... en ekki aðrir?

Hér verið að tala um "forréttindi", ekki "réttlæti" ...

Ég ætla að snúa þessu algerlega á kvolf.

Þér ber skilda, að verja lífi þitt og fremja líf.  Þetta er hlutverk lífsins, að berjast fyrir sér á allan hátt.  Maður sem fremur sjálfsvíg, er versti glæpamaður sem hugsast getur.  Fólk, sem lætur leiða sig áfram eins og kindur til slátrunar ... eiga enga mannkosti.  ENGA.

Ef lífi þínu er ógnað, aðeins þá hefur þú rétt á að taka líf ... samanber dýrin, sem deyða önnur til að lifa.

Engin önnur réttlæting finnst... einungis réttlæting glæpamanna, sem vilja afla sjálfum sér forréttindi á kostnað fórnarlamba sinna.

Örn Einar Hansen, 2.4.2018 kl. 10:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

I hvaða erindagjörðum og með hvaða réttlætingu  í Kúrdahéröðum var hann Haukur sem mest er að leitað ?

Halldór Jónsson, 2.4.2018 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband