Alţjóđahagkerfiđ er á dópi ódýrra peninga

Í kreppunni 2008 ákváđu stćrstu seđlabankar heims, í Bandaríkjunum og Evrópu, ađ veita ógrynni fjár án vaxta ađ láni. Efnahagskerfi margra ríkja urđu háđ ódýru lánsfé sem átti ađ koma í veg fyrir verđhjöđnun.

Fyrr heldur en seinna lćtur verđbólga á sér krćla og vextir hćkka. Atvinnustarfsemi og hlutabréf sem eru háđ ódýru fjármagni munu láta á sjá.

Góđu fréttirnar eru ţćr ađ seđlabanki Íslands tók ekki ţátt í leiknum. Ísland býr viđ eđlilega vexti enda krónan hvađ stöđugasti gjaldmiđillinn á veraldarvísu.


mbl.is Herđi peningastefnuna hćgum skrefum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert eitur, eintómt rugl

Breski blađamađurinn Robert Fisk heimsótti vettvang meintrar eiturefnaárásar í Sýrlandi og fann hvorki ummerki né vitni ađ eiturefnaárás. 

Eiturefnaárásin er líklega samstofna og gjöreyđingarvopn Saddam Hussein í Írak, skáldskapur í Washington og London.

Ríki sem réttlćta stríđsađgerđir međ skáldskap enda í tómu rugli.


mbl.is „Ég ruglast ekki í ríminu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kynjađ atvinnulíf: konur ekki í flugvirkjun, karlar ekki í hjúkrun

Ađeins fjórar konur eru í 560 manna stéttarfélagi flugvirkja. Karlar fara ekki í hjúkrun, jafnvel ţótt reynt sé ađ kaupa ţá til ţess. Aftur yfirtaka konur kennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Konur eru 80 prósent kennara.

Menntun og störf fólks eru valfrjáls. Međ frjálsu vali einstaklinga verđa til kvennastéttir og karlastéttir en vitanlega einnig blandađar starfsstéttir beggja kynja. Ekki er hćgt ađ tala um mismunun í ţessu samhengi eđa ,,glerţak". Fólk velur sér störf sem einstaklingar en ekki hópsálir.

Opin spurning er hvort og ţá í hve miklum mćli ríkisvaldiđ ćtti ađ skipta sér af niđurstöđu sem verđur til viđ frjálst val. Einna helst kćmi ţađ til greina í skólamálum.

Ef drengir fá ađeins kvenkynskennara er hćtt viđ ađ ţeir, stúlkur raunar líka, fái ţá ranghugmynd ađ menntun sé ađeins fyrir annađ kyniđ. Ţá er augljóst ađ mćđrahyggja, ađ ekki sé talađ um mćđraveldi, verđi ráđandi í skólastarfi. Hvorki stúlkum né drengjum yrđi ţađ hollt.


Bloggfćrslur 18. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband