Vigdís jöfn Vinstri grænum

Vigdís Hauksdóttir og Miðflokkurinn eru jöfn Vinstri grænum að fylgi í höfuðborginni, samkvæmt mælingu Fréttablaðsins. Stærstur flokka er Sjálfstæðisflokkur sem fer framúr Samfylkingu.

Árangur Vigdísar og flokks Sigmundar Davíðs er skýr vísbending um að flokkar er eitt en flokkar með foringja nokkuð annað.

Vigdís er líkleg til að sópa til sín meira fylgi en Vinstri grænir, þegar upp verður staðið, og róa þó framboðin ekki á sömu kjósendamið.


Morð og mannlíf á landnámstíma

Norrænir menn sem byggðu Ísland komu langan veg. Í farteskinu höfðu þeir siði og háttu heimalandsins. Þeir voru bændur á ófriðartíma. Afhjúpun á samfélagi þeirra stendur enn yfir, t.d. með frásögnum af fornleifafundum.

Ein slík frásögn er af Sandbæ í Suður-Svíþjóð sem segir frá ofbeldisdauða nokkurra ólánssamra einstaklinga.

Þeir norrænu menn sem urðu Íslendingar tóku með sér sögur af víkingum og samfélagi þeirra. Einn lærdómur sem þeir drógu af er að lög og samkomulag séu skárri hættir en ofbeldi og yfirgangur. Ekki löngu eftir landnám sýndu landsmenn í verki að friðsamlegar lausnir er hægt að finna á jafnvel erfiðustu málum. Íslendingar skiptu um trú án blóðsúthellinga. 


mbl.is Blómlegt mannlíf við landnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband